05 July 2009

Raftækjalausi dagurinn


Nú er sumarfríið mitt loksins brostið á og til að halda uppá það fór ég alveg í KAST í gær. Blandaði lyfjakokteila eins og heimsins besti barþjónn og hélt mig innan dyra langt, langt frá sólinni. Vona að hausverkurinn minn sé ánægður með hve vel honum var sinnt í gær.

Ég er öllu betri í dag og alveg merkilegt hvað maður metur góða heilsu mikils, svona þegar maður upplifir vonda daga.

Ég stakk uppá því við Dofra að við myndum hafa tölvulausan dag í dag. Honum fannst það nú ekki vera honum neitt sérstaklega í hag, svo hann gerði betur og stakk uppá rafmagnstækjalausum dag. Honum fannst það ganga útyfir okkur bæði!

Úff..þetta var erfitt..

Ekkert morgunkaffi
Ekkert ristað brauð
Ekkert facebook
Engin sími
Ekkert heitt vatn í te..
Ekkert útvarp
Ekkert sjónvarp

....hvað gerir maður þá?

jú fer á bókasafnið og útréttar fyrir hálendisferðina á morgun og sannfærir einkasonin um að raftækjalausa deginum sé lokið þegar komið er heim.....

ÞAÐ TÓKST OG ÉG ER AFTUR KOMIN Á INTERNETIÐ...OG BÚIN AÐ HELLA UPPÁ KAFFI...... 2SVAR...

Við ætlum aftur að halda svona dag, og jafnvel halda hann út, allan daginn, í vetur, þegar verður dimmt og við þurfum að kveikja á kertum. Þá er planið að spila og hafa huggó...

En á morgun ætla ég uppí Landmannalaugar og svo norður yfir Kjöl með hr. Kópavogi. Mikið hlakka ég til að fara í smá ferðalag.

Fel ykkur Guði á vald í grátt brókarhald.