28 February 2009

Smælingjar

Smælingjar eru skemmtilegt orð yfir okkur litla fólkið í samfélaginu. Ég er orðin svo alþjóðavædd að mér finnst orðið eiga betur við einverjar glaðbeittar verur, frekar en kengbogna og beygða Íslendinga sem eru svo smáir að engin tekur mark á þeim lengur. Einu sinni vorum við STÓR....eins og risastórar sápukúlur.
Mæli með því að þetta orð verði notað meira, minnir mig dáldið á kartölfur....... smælki. Kannski eru við eins og kartölfur.....og við mömmurnar dáldið fúlar og linar....
Ég er líklega smælingi.


24 February 2009

Hausinn minn ákvað að vera steiktur í dag. Ég reyni að streitast á móti og fæ mér bara súkkulaðihúðaðar hrískökur með rjóma og kaffibolla í tilefni dagsins.


Það er býsna gott að vera fyrir norðan á hótel ma og pa, þó pa sé víðsfjarri, í fullri þjónustu á sjúkrahúsinu en þangað var hann fluttur fyrir nokkrum dögum mjög minna hressari en oft áður. Ég bið þess óskaplega að hann hressist aftur og komi heim til mömmu. Kata sys er með kenningu (pabbi og vinur hans eru báðir á lyfjadeildinni). Hún heldur því fram að þetta sé plott, að þeir hafi ákveðið að fá sér strákahelgi á hóteli FSA! Kalli kom svo í heimsókn til þeirra um daginn og þá vantaði bara einn í karlaklúbbinn. Flott plan hjá gömlu körlunum.


Lífið er svo skrítið. Í gær hefði ég átt að verða mamma aftur ef allt hefði gengið að óskum. Ég hefði alveg kosið það, þrátt fyrir allar kreppur, en í staðinn er ég alltí einu stödd heima hjá þeim gömlu og pabbi á sjúkrahúsinu en ekki ég. Í tilefni dagsins fór ég að skoða gömul myndaalbúm af fjölskyldunni. Það var skemmtilegt. Ég var greinilega brúnaþungt og fallegt barn! En einstaklega glaðvær og....... óþekk með eindæmum......segir MAMMA....

PS. Kata er þessi glaða og ég er við það að kasta upp af leiðindum sýnist mér, yfir útiveruhugmyndum móður minnar!

18 February 2009

Ritræpan er við hestaheilsu, en bara fjarverandi.



Ritræpan hefur ekki verið að drepa mig undanfarnar vikur. Kannski ættu æðstu menn landsins að líta til húsmóðurinnar á Háaleitinu og taka hana sér til fyrirmyndar. Þeir virðast endalaust senda frá sér misskilin skilaboð. Kannski heitir Óli ekki Óli Raggi, heldur Óli Goggi, því hann og hans fjölskylda eru títt mistúlkuð og misskilin. Kannski er þetta fylgifiskur þess að búa í fjölmenningarfjölskyldu. Ég velti því fyrir mér. Össur og Davíð hafa lítið haft sig í frammi, ætli það hafi verið stungið tusku uppí gúllann á þeim?
Ég segi ekki meir!
...jú..eitt... stóra sys á afmæli í dag. Til hamingju með daginn ;o)

13 February 2009

Mér finnst ótrúlega pirrandi þegar menn pissa útfyrir.


Mér finnst gott að Hr. Kópavogur setur á könnuna á morgnana og það er notalegt að drekka morgunkaffið með honum áður en dagurinn byrjar.

Ég lofaði ókunnugri konu á Akranesi að senda henni munstur af útsaumskortum, þegar ég kæmist í góssið hennar mömmu.

Páll Steingrímsson, minn uppáhalds, hringdi í dag og bauð mér í bíó eftir viku að sjá nýju myndina sína. Ég ætla að þekkjast boðið.


Nú er komin helgi og loksins er leyfilegt að henda tánum uppí loft. Í kvöld er planið að tæla Kópavogsbúann og á morgun er Eurogeim.


Ég er sökker fyrir lélegu popp-rokki... Áfram Elantra..nei.. það er bíllinn minn... Áfram Elektra!

Fel ykkur Guði á vald í grátt brókar hald.

04 February 2009

Ég sef með???


Teri Hatcher sefur "með" hundi!


Ég sef með svefngrímu og hef yfirleitt tvær til þrjár á náttborðinu hjá mér. Ég sef líka yfirleitt "með" úrið á mér. Velti því fyrir mér hvort Teri breiði hvutta yfir andlitið eða vefji honum um fingur sér. Stundum sefur Dofri "hjá" mér í afleysingum þegar hr. Kópavogur er vant við látinn og vefur þá litlu strákahöndunum um háls mér og kyssir mig góða nótt á nefbroddinn.

Þetta er allt voða undarlegt, sef ég með eða hjá? me eða mjá?

Hvað gerið þið?