24 August 2009

Kóngafólkaleiðindi


*Geysp*

Ég er svakalega hrifin af kóngafólki og Royalnum í Evrópu og hef reynt að halda merki nöfnu minnar Kollu frænku í Löngumýri (blessuð sé minning hennar) og vera vel upplýst í slúðrinu um Játvarð og Fredrik, Haakon og Karl, Mette og Viktoriu og Mary og Marie. Kolla frænka keypti nefninlega útlensku slúðurblöðin og vissi allt um ástarmál og skandala heldra fólks.


Með tilhlökkun í brjósti hef ég sest niður á mánudagskvöldum og gert heiðarlega tilraun til að horfa á svokallaða heimildarmynd um breska kóngafólkið en ég hef aldrei náð að halda meðvitund við viðtækið svo lengi að ég sé búin að finna út, hvað þetta fólk gerir dags daglega. Þetta er ömurlegt kóngafólk. Ég fullyrði hér með að ég lifi skemmtilegra og áhugaverðara lífi en Kalli og synir, gamla skrukk og drottningarkarlinn hennar.

Held ég taki niður myndina af (kónga)fjölskyldunni minni sem hangir á ísskápnum....og setji mynd af skemmtilega fólkinu.... mér í staðinn.

15 August 2009

fjörður..fjörður..fjöður...fjörðrur....




Loksins, loksins heyrist hljóð úr horni. Gamla komin heim eftir útlegð sumarsins, þar sem margir firðir voru heimsóttir. Nýji bíllinn fór með mig marga góða rúnta og hef ég tínt til þá firði sem skoðaðir hafa verið. Prófið að lesa þetta upphátt eins hratt og þið getið.


Kollafjörður hinn syðri (líklega nefndur í höfuðið á mér)
Borgarfjörður
Hrútafjörður
Miðfjörður
Húnafjörður
Skagafjörður
Eyjafjörður
Bitrufjörður
Kollafjörður hinn minni á ströndum
Steingrímsfjörður
Þorskafjörður
Berufjörður
Gilsfjörður
Hvammsfjörður
Stöðvarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Norðfjörður

Ég svaf í skálum og tjaldi, húsum og sumarbústöðum, umkringd íslenskum fullum skáladólgum og friðelskandi útlendingum, og allskonar fólki. En fyrst og fremst var ég með fólkinu mínu, fjölskyldunni.
Sumarfríið mitt var yndislegt í alla staði, og ferðalögin vel lukkuð. Nú er ég komin heim og daglegt amstur er tekið við.....er reyndar aðeins að halda í sumrið og ætla að grilla í kvöld á svölunum.