17 May 2009

Á dauða mínum átti ég frekar von en að við lentum í 2.sæti í eurovision. Tónlistarsmekkur minn er víst ekki sá sami og meginþorra evrópubúa, það er greinilegt. Mér finnst ennþá íslenska lagið ekkert sérstaklega skemmtilegt, en viðurkenni fúslega að flutningur þess tókst með afbrigðum vel. Sander hinn norski bræddi hins vegar hjarta mitt með einfeldni sinni....og besta lagið fannst mér þetta....


http://www.youtube.com/watch?v=r_EXeeAACwA

Svo á ég miða á Lhasa de Sela tónleika um næstu helgi......mikið hlakka ég til ;o)

06 May 2009

HUNDAHALD og litlir hundar

Heimsótti Ninnu mína eftir vinnu í dag og við kláruðum kínverska martraðarpúslið sem hún var að verða sköllótt yfir. Það var gaman, en í forstofunni niðri í stigaganginum var búið að hengja upp miða. Hann var svona.

ALLT HUNDAHALD ER BANNAÐ Í BLOKKINNI
líka litlir hundar

Mér finnst þetta fyndið...