20 November 2009

Og ég ber ríkidæmið með mér...


Ég uppgötvaði eitt í dag. Var að lesa þessa hræðilegilegu frétt á mbl.is
og það er ljótt að segja það en ég gladdist smá í hjartanu.
Ég er gullnáma!
Ég lúri á gulli, sit á gulli og ber ríkidæmi með mér. Halló..... 15.000 dollarar fyrir 1 lítra af fituvef....hó hó hó..... Þó fitusog sé ekki alveg gefins, þarf nú ekki að sjúga marga dropa til að hafa uppí kostnaðinn. Ég er greinilega miklu efnameiri en ég hafði gert mér grein fyrir. Ætla að hafa þetta í bakhöndinni ef harnar mikið í ári.


Ég vona bara að Steingrímur fatti þetta ekki og leggi stóreignaskatt á bústnar og búsældarlegar miðaldra konur.

02 November 2009


Ég keypti kjötfars og hvítkál í dag, í tilefni þess að rannsóknir sýna að maður verður þunglyndur á að borða unnar kjötvörur. Ég mun kenna móður minni alfarið um geðheilsu mína framvegis, þar sem kjötfars var oft og títt á borðum á heimili mínu þegar ég var barn og mér þykir það ákaflega góður unninn matur.

Sorglegt en satt, þá þekkti appelsínugula unglingskassadaman ekki hvítkálið og þurfti aðstoð reyndari og eldri konu (mína) til að bera kennsl á hausinn.

Það er margt skemmtilegt að gerast þessa dagana, þó mér þyki nánast grátlegt hvað barnalánin eru mikil barnaólán og velti fyrir mér hvort foreldrar séu fífl...kannski ekki allir foreldrar en sumir.

En ég legg ekki meira á ykkur í bili. Jólin eru alveg að koma ;)