28 January 2009

Horfði á fréttirnar. Kona í Ameríkunni eignaðist áttbura og ætlar að hafa þá alla á brjósti. Velti því fyrir mér hvort hún sé með fleiri spena en konur almennt, þar sem ég horfði á systur mína með sín tvö á sitthvorum, lungan úr sólarhringnum fyrir nokkrum árum. Kannski þarf ammeríska áttburamamman ekkert að sofa, kannski drekkur hún Red Bull í öll mál og bryður Ginseng. En það sem var skrítnast við fréttina var að henni fylgdu fréttamyndir af risastóru bílastæði fyrir utan sjúkrahúsið. Ætli börnin séu geymd þar, á stóra planinu?

Annars kyngir niður snjónum. Mér finnst ákveðinn friður og ró koma með snjónum, þó hann sé kaldur og blautur. Vetrarstillur eru mér að skapi. Held líka að Vinstri-stjórn verði mér að skapi. Allavega vona ég það svo innilega. En það sem myndi kæta mig svo mjög og jafnvel mest, væri ef hægt væri að ná í rassgatið á þessum drulludelum sem komu okkur á hvínandi kúpuna!!

24 January 2009

Kata sys kom í öryrkjagírnum á stofusófann til mín í gærkvöldi eftir viku dvöl í þúsund-vatnalandinu þar sem hún hitti bæði konu all-klára sem heitir Meri og aðra frekar ófríða sem heitir Æla. Hún var þó ekki illa lyktandi að sögn. Veit ekki hvort Kata lenti í köldum vötnum þarna úti, en allavega er hún gaddfreðin og föst og getur sig ekki hreyft vegna þursabits í hálsi. Nú hallar hún undir flatt og segir "já" og gefur bendingar með augngotum. Það fyrir gott fyrir mig, því þá get ég valtað yfir hana óhindrað. En verra er að ég þykist vita að fljótlega þurfi að að aðstoða hana við frekar prívat athafnir eins og losun lífræns úrgangs. En auðvitað græjum við systur það eins og allt annað. Doktorinn mætti í morgunkaffi í morgun og saman drógum við freðnu konuna við illan leik uppá tvo jafnfljóta, eða hæga frekar. Nú er ég búin að dópa sys upp og vonandi mýkist hún eitthvað þegar líður á daginn, svo ég geti sent hana norður í land til mannsins sem strengdi heitin um ævarandi umhyggju henni til handa.

20 January 2009

Stolt

Loksins, loksins er doðinn og deyfðin rokin úr þjóðinni. Mér þykir það merki um bata, þegar ég sé fjölda manns rísa upp gegn óréttlæti, spillingu og rugli. Síðustu ár höfum við látið allskonar bull yfir okkur ganga í skjóli góðæris án þess svo mikið sem opna munninn, öllum virtist vera sama. Hver í sínu horni. Ég fylltist þjóðarstolti þegar ég sá allt fólkið á austurvelli í dag. Við erum vöknuð! Vonandi sofnum við ekki alveg strax aftur. Einn orkudrykk á mann í boði Glitnis, Kaupþings og Landsbankans......

19 January 2009

Barnaþrælkun á Íslandi

Dofrinn minn kom heim í dag og gleðst ég óskaplega yfir því að geta kúldrast með þessu hálffullorðna barni næstu vikuna. Við erum búin að spjalla dáldið, syngja skátalög og lesa, en mestur og verstur þótti Dofra heimalærdómurinn, sem var afskaplega glaðlegur, upplífgandi og kátínugefandi eða NOT. Svona hljómaði textinn sem Dofri átti að apa upp í stílabókina sína.

"Íslendingar hafa alltaf veitt fisk úr sjónum. Fyrst réru menn til fiskjar á litlum árabátum, síðan bættust skútur við, þá litlir vélbátar og síðar stærri og fullkomnari skip með sífellt afkastameiri veiðarfæri. Áður fyrr veiddur stórir flotar erlendra veiðiskipa fisk við strendur landsins en nú ráða Íslendingar sjálfir yfir stóru svæði í kringum landið og stjórna þar veiðunum. Miklar framfarir hafa líka orðið í fiskvinnslunni"

Náði einhver að lesa alla leið án þess að deyja úr leiðindum? Þeir sem dóu, rétti upp hönd! Gott ef hann Georg Bjarnfreðarson hafi ekki samið þennan texta.

Á meðan Dofri var að troða stöfunum í stílabókina var þáttur á Rúv-inu um barnaþrælkun og ég læt útúr mér "greyjið börnin, látin vinna 17 tíma á dag". Þá fussar í Dofra og hann segir "kva....er það eitthvað meira en það sem ég er í skólanum?"

... ætli sé stunduð barnaþrælkun í grunnskólum landsins. Námsefnið svo þurrt og leiðinlegt að 6 tíma skóladagur verður að 17 tíma barnaþrælkun í hugum nemenda? Þetta útskýrir alveg af hverju stór hluti þjóðarinnar flokkar bláar og bleikar pillur í gríð og erg og bryður, sér til gleði og yndisauka.

17 January 2009

Friðsamur mótmælandinn ég

Ég er friðsamur mótmælandi, en núna næstum bara ælandi. Hef lítið haft mig frammi í mótmælum undanfarna laugardaga en mætti í dag á Austurvöll og stóð stillt og prúð í mínum hógværum mótmælum. Ég lagði ólöglega eins og áður, á sama stað og áður, hálf uppá gangstétt (þar sem engin bílastæði voru laus) og hugsaði með mér að ég þyldi alveg, ef útí það væri farið að greiða sekt fyrir ólöglega lagningu fyrir 2500 kr. í ríkissjóð ef það yrði til þess að við fengjum betra og réttlátra þjóðfélag.

Hvað gerist:

kl:14:45 mætum við og ég legg bílnum ólöglega, og við röltum í bæjinn

kl:14:55 kemur lögreglan og skrifar sekt undir rúðuþurrkuna á bílnum

kl:15:00 byrjar mótmælafundurinn

kl:15:30 hringir lögreglan í Vöku og biður um að bíllinn minn verði sóttur (ályktun mín)

kl:15:45 er Vökudráttarbíll mættur og byrjar að koma bílnum mínum uppá pallinn til sín

kl:15:50 er mér litið í átt að bílnum og hugði að heimferð og sé þá Vökubílinn og lögreglubílinn báða með blikkandi ljós vera að stumra yfir litla rauð

Ég er 10 þús kallinum fátækari vegna valdnýðslu yfirvalda á almennum borgurum sem mæta á mótmælafundi. Undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði verið látið nægja að henda miða undir rúðuþurrkuna um venjulega sektargreiðslu. Ég hef heyrt að lögreglan láti hjá líða að fjarlægja bíla sem er ólöglega lagt í marga mánuði og eru öllum til ama. En í þetta skiptið var ákveðið að hrekkja mótmælanda í friðsamlegum mótmælum svona aðeins til að berja niður í honum framhleypnina og óþægðarháttinn!

Ps. ég vil láta þess getið að ég hef 2 áður lagt á nákvæmlega sama stað, og lögreglubílarnir hafa keyrt í umvörpum framhjá án þess svo mikið sem gefa mér vinsamlegt tiltal um að fjarlægja bílinn.

Ég er bálreið. Velti því mikið fyrir mér hvort svona illa sé fyrir okkur komið. Að yfirvöld á Íslandi séu að lýsa yfir stríði gegn okkur almennu borgurum.

Vona að 10 þús kallinn minn verði notaður til að efla löggæslu einhversstaðar annarsstaðar en í kringum bílastæði við friðsamlega mótmælafundi!

Góðar stundir í Helvíti!

14 January 2009

kjamsi, kjams...fisk á minn disk...

Aumingjans Háaleitishúsfreyjan er búin að vera fisklaus nokkuð lengi. Ég er líklega farin að þjást af D-vítamínskorti og gáfur mínar fara hrakandi, að ég tel. Amma mín sagði mér nefninlega einu sinni að maður yrði svo gáfaður af því að borða fisk, sem skýrir af hverju ég kemst ekki í MENSA. Í morgun var ég svo illa haldin af sjávardýraneysluskorti að ég hringdi í hann Flosa minn fisksala og áður en ég gat lagt tólið á var hann mættur upp að dyrum með þorskblokk. Frábært þjónusta, 600 kall kílóið (ekki af Flosa heldur þorskinum) og nú verður soðinn fiskur með kartöflum og hömsum í matinn. Jammý... Haldiði ekki að Hr. Kópavogur verði sæll og glaður þegar hann kemur heim í kvöld? Já, það er ekki laust við að ég sé með smá roð'a í kinnum ;o)

12 January 2009

Ýtum "óvart" á ENTER


Nú kallar Andspyrnuhreyfing alþýðunnar á þína krafta.

Mótmælum saman svo eftir verði tekið!

Tekur stutta stund en hefur mikil áhrif svo eftir verður tekið.

Miðvikudaginn 14. janúar kl 14:00 hefjast mótmælin.

Fyllum pósthólf í ráðuneytinu.

1. Sendu tíu tölvupósta á neðangreind tölvupóstföng, valiðhandahófskennt. Tölvupóstur starfsmanna fyllist.

2. Sendu einn póst í einu svo að pósturinn endi ekki í ruslsíu sem fjöldapóstur.

3. Innihald póstsins einföld skilaboð: Heilbrigðisráðherra við mótmælum gerræðislegum vinnubrögðum og niðurskurði í heilbrigðismálum þjóðarinnar.
Lömum símkerfið líka.

4. Hringdu í ráðuneytið: 545-8700 þegar búið er að svara er þér óhætt að leggja á. Símkerfið lamast.

Ef nokkur hundruð eða þúsund manns fást til að taka þátt í svona mótmælum þá þarf ekki að spyrja um áhrif þess við vitum að póstþjónar og skiptiborð munu ekki anna þessari umferð og því mun starfsemi viðkomandi stofnunar lamast tímabundið en ekki skaðast hvorki starfsfólk né tækjabúnaður og það besta er að lögreglan getur bara sinnt sýnu starfi við að halda uppi lögum og reglu úti í borginni og jafnvel einhverjir lögreglumenn tekið þátt í þessum mótmælum.
Láttu ekki þitt eftir liggja!
Nefndin.

Póstföng Heilbrigðisráðuneytis:

Veljið 10 póstföng af handa hófi.

Setjið eftirfarandi texta í subject : Heilbrigðisráðherra við mótmælum gerræðislegum vinnubrögðum og niðurskurði í heilbrigðismálum þjóðarinnar!


Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra gtt@hbr.stjr.is
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri postur@hbr.stjr.is
Hanna Katrín Friðriksson, aðstoðarmaður ráðherra hanna.katrin.fridriksson@hbr.stjr.is
Alma Jónsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi
alma.jonsdottir@hbr.stjr.is
Arnbjörg Anna Guðmundsdóttir, ritari ráðherra arnbjorg.anna.gudmundsdottir@hbr.stjr.is
Arndís Bragadóttir, skjalavörður
arndis.bragadottir@hbr.stjr.is
Áslaug Einarsdóttir, lögfræðingur
aslaug.einarsdottir@hbr.stjr.is
Ásthildur Knútsdóttir, sérfræðingur
asthildur.knutsdottir@hbr.stjr.is
Bjarni Ben. Arthursson, framkvæmdastjóri Innkaupastofu heilbrigðisstofnana bjarniar@landspitali.is
Björn Kjartansson, bílstjóri ráðherra
bjorn.kjartansson@hbr.stjr.is
Dagný Brynjólfsdóttir, deildarstjóri
dagny.brynjolfsdottir@hbr.stjr.is
Einar Magnússon, skrifstofustjóri
skrifstofa lyfjamála
einar.magnusson@hbr.stjr.is
Einar Jón Ólafsson, hagfræðingur
einar.jon.olafsson@hbr.stjr.is
Friðrik Kristjánsson, umsjónarmaður
fridrik.kristjansson@hbr.stjr.is
Guðmundur Einarsson, sérfræðingur
gudmundur.einarsson@hbr.stjr.is
Guðríður Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri gudridur.thorsteinsdottir@hbr.stjr.is
Guðrún Gunnarsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi gudrun.gunnarsdottir@hbr.stjr.is
Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri UT gudrun.audur@hbr.stjr.is
Guðrún W. Jensdóttir, deildarstjóri
gudrun.w.jensdottir@hbr.stjr.is
Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri
gudrun.sigurjonsdottir@hbr.stjr.is
Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur
gunnar.alexander.olafsson@hbr.stjr.is
Hallgrímur Guðmundsson, sviðsstjóri
svið stefnumótunar heilbrigðismála
hallgrimur.gudmundsson@hbr.stjr.is
Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri
helga.agustsdottir@hbr.stjr.is
Helgi Már Arthursson, upplýsingafulltrúi helgi.mar.arthurssonqhbr.stjr.is
Hermann Bjarnason, deildarstjóri
hermann.bjarnasonqhbr.stjr.is
Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur hedinn.unnsteinsson@hbr.stjr.is
Hólmfríður Grímsdóttir, lögfræðingur
holmfridur.grimsdottir@hbr.stjr.is
Hrönn Ottósdóttir, sviðsstjóri
svið fjármála og rekstrar
hronn.ottosdottir@hbr.stjr.is
Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir, deildarstjóri ingiridur.hanna.thorkelsdottir@hbr.stjr.is
Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri (í leyfi)
Ingolf J. Petersen, yfirlyfjafræðingur
ingolf.j.petersen@hbr.stjr.is
Jóhanna Hreinsdóttir, vefstjóri
johanna.hreinsdottir@hbr.stjr.is
Jón Sæmundur Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofa almannatrygginga - velferðarmál jon.saemundur.sigurjonsson@hbr.stjr.is
Kristín Ólafsdóttir, skjala- og upplýsingastjóri kristin.olafsdottir@hbr.stjr.is
Kristjana J. Jónsdóttir, móttökustjóri
kristjana.j.jonsdottir@hbr.stjr.is
Leifur Benediktsson, byggingaverkfræðingur leifur.benediktsson@hbr.stjr.is
Margrét Björnsdóttir, skrifstofustjóri
skrifstofa áætlunar- og þróunarmála
margret.bjornsdottir@hbr.stjr.is
Margrét Jóna Jónsdóttir, matráður
margret.jona.jonsdottir@hbr.stjr.is
Margrét Sigurðardóttir, ritari ráðuneytisstjóra margret.sigurdardottir@hbr.stjr.is
Margrét Björk Svavarsdóttir, hagfræðingur margret.svavarsdottir@hbr.stjr.is
Oddný Vestmann, stjórnarráðsfulltrúi
oddny.vestmann@hbr.stjr.is
Ólafur Gunnarsson, viðskiptafræðingur
olafur.gunnarssonqhbr.stjr.is
Pálína Héðinsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur palina.hedinsdottir@hbr.stjr.is
Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri (í leyfi)
Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri skrifstofa þjónustu og rekstrar sigurjon.ingi.haraldsson@hbr.stjr.is
Sólveig Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur solveig.gudmundsdottir@hbr.stjr.is
Steinunn Margrét Lárusdóttir, deildarstjóri steinunn.margret.larusdottir@hbr.stjr.is
Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri (í leyfi)
Sveinn Björnsson, sérfræðingur
sveinn.bjornsson@hbr.stjr.is
Sveinn Magnússon, yfirlæknir
sveinn.magnusson@hbr.stjr.is
Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur
una.bjork.omarsdottir@hbr.stjr.is
Valgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur
valgerdur.gunnarsdottir@hbr.stjr.is
Vigdís Hallgrímsdóttir, sérfræðingur
vigdis.hallgrimsdottir@hbr.stjr.is
Vilborg Þ. Hauksdóttir, sviðsstjóri
svið laga og stjórnsýslu
vilborg.hauksdottir@hbr.stjr.is
Þórdís Stephensen, stjórnarráðsfulltrúi
thordis.stephensen@hbr.stjr.is

05 January 2009

Ökuníðingur og svíðingurinn ég!


Einu sinni var ég stoppuð af lögreglu vegna of hægs aksturs í útlöndum, og það ævintýri endaði með því að ég fékk "lögreglufylgd" í stærstu verslunarmiðstöð í Danmörku.
En nú er það staðfest og skjalfest að ég er ökuníðingur og svíðingur. 36 ára og 232 daga gömul fékk ég mína fyrstu hraðasekt! Mér er brugðið, mannorð mitt í molum og ég er ekki frá því að ég þurfi að leita mér áfallahjálpar.
Ljósmyndari ríkisins var búin að setja sig í stellingar og náði að festa á filmu glanna-akstur minn í Hvalfjarðargöngunum á leið minni Hr. Kópavogs um daginn.
Mig grunar í aðra röndina að þessi myndataka hafi nú ekki verið eingöngu vegna aksturslagsins heldur hafi þessum grámyglustaursljósmyndara þótt ég svo afskaplega hugguleg, og jafnvel bara nokkuð æsandi þar sem ég keyrði þokkafullt niður brekkuna, skælbrosandi af hamingju í draumaheimi um það sem biði mín "heima". Til að staðfesta þá kenningu mína að ríkislögreglustjóri hafi eingöngu vantað mynd af mér á skrifborðið sitt, þá leit ég á sektarskemað hjá embættinu og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafði verið sssvvvooooo "nánast" lögleg að það hálfa væri alveg nóg. Sektin hljóðaði uppá kr. 3750,- og ríkisljósmyndarinn hafði náð að "blossa" (kynæsandi orð?!) mig á 76-80 km hraða þar sem hámark er 70! Þetta finnst mér voðalegur tittlingaskítur, en mikið var ég óneitanlega fegin því að þurfa ekki að borga meira með myndinni á skrifborðið.


Legg ekki meira á ykkur af dónalegu hjali í bili.

Over and out.

03 January 2009

Harðar-barna-syndrom?


Í mikilli geðshræringu yfir ákveðinni staðreynd velti ég fyrir mér hvort til sé eitthvert sjúkdómseinkenni sem heiti "Harðar-barna-syndrom"? Málið er að facebookið mitt hefur frosið einstöku sinnum og í einhverri óþolinmæði varð mér á að ýta of oft á einhverja takka (hamast á lyklaborðinu mínu eins og snaróð miðaldra kona í austurbænum) og afleiðingarnar urðu þær að ég sendi einhverjum aumingjans íslensk-ættuðum-ásatrúar-hellsangels Finna vinarbeiðni. Allavega þótti mér hann ekki árennilegur þegar hann sendi mér póst og bað mig nú að rifja upp hvaða fjörur við hefðum sopið saman, því hann kannaðist ekkert við að hafa átt eitthvað við mig að sælda. Ég er enn að úthugsa hverju ég á að svara honum.


Var að velta því fyrir mér hvort það sé einhver bölvun yfir tölvunotkun "Harðar-barna". Fyrst var það Bjarni og svo var það ég..... og við erum ekki einu sinni skyld.

Þetta er óhuggulega óútskýranleg ráðgáta.

01 January 2009

Gleðilegt nýtt ár

Eftir dásamlegt jólafrí, sem einkenndist, af góðum mat, frábærum félagsskap vina og ættingja, hóstajarmi, hauskverk og kvefpestum er ég komin í Kópavoginn. Gamárskvöldið einstaklega ánægjulegt með Hr. Kópavogi og hans slekti, og svo ekki sé minnst á að ég virðist vera einstaklega heppin í spilum og náði að niðurlægja heimilismenn hérna trekk ofan í æ. Veit ekki alveg hvort ég eigi að taka því þannig að ég sé óheppin í ástum í staðinn. Það mun tíminn væntanlega leiða í ljós. Þið lesið bara um það á Facebook! Addi minn sá í morgun að ég er "í sambandi" við hann á Facebook. Hann las það víst þar. Þegar við sátum með kaffið við eldhúsborðið horfði hann í augu mér og spurði.
Addi: " Ertu nokkuð ólétt?"
Ég: " Hef ekki græna glóru, en þú munt örugglega lesa það á Facebook ef ég vissi það".
Addi: " Já, ég vona að ég verði fyrstu til að kommenta!" á breytta stöðu " Kolbrún með barni!"
Ég (kyssti hann á nefbroddinn) :"Ég lofa þér því."

En það sem hann veit ekki, er að á Facebook er ekki hægt að breyta stöðu "með barni" og "ekki með barni". Tíhí... gott á hann.

Gleðilegt nýtt ár dýrin mín stór og smá, og svona til að valda engum misskilningi þá er ég ekki ólétt nema af þessum standard aukak.... sem hafa miklu lengri meðgöngutíma en 9 mánuði.