24 September 2009

Skvísudagar í haustlitum


Vordís rukkar sögur úr húsmæðraorlofinu eða Skvísudögum eins og helgin heitir opinberlega. Það er miklu meiri glamúr yfir því nafni.

Helgin var skemmtileg, ég fór með 6 bjóra með mér og kom heim með 5. Þá er gaman ;o)

En því miður Vordís, What goes around in húsmæðraorlof stays in húsmæðraorlof!... þannig að sögurnar af því hver var með mestu loðnuna, hver átti kjánalegustu söguna af eiginmanninum eða hvaða perraskapur viðgengst við hinar ýmsu daglegu athafnir munu haldast meðal grúpppíanna og ekki fara lengra.
En ég get svo sem upplýst að mér finnst ég töluvert nánari einni vinkonu minni eftir þessa helgi en áður þar sem við deildum bæði rúmi og tannbursta. Ef ég væri lesbía værum við eflaust giftar, eða... on second thought.... líklega ekki, því þó ég væri lesbía væri hún það líklega ekki og því líklega bara gift gaurnum sem hún er gift en ég kannski bara piparlesbía. *Smá vangaveltur*

En ég föndraði 2 lampa í orlofinu, kláraði einn bútasaumsdúk, gerði við skó og svefngrímur og bjó til 2 gullfalleg jólakort svo eitthvað sé nefnt.......svona á milli pottaferða...og hörpuskelsmáltíða.

Stundum er dásamlegt að kæra sig kollótta um einhverja kreppu og gera sér dagamun með frábærum vinkonum.





17 September 2009

Greyjið meinti fjársvikarinn

Heyrði viðtal við meintan fjársvikara í sjónvarpsfréttunum í kvöld, þar sem hann lýsti lífi sínu eftir að breska lögreglan hafði hendur í hári hans. Hann var laus úr fangelsi á tryggingu, en líf hans var ömurlegt. Hann þurfti að vera heima hjá sér frá kl 10 á kvöldin til 7 á morgnana. Mæta á lögreglustöðina í hverfinu á hverjum morgni og má ekki yfirgefa landið.

Ég er nú ekki grunuð um fjárglæpi, en ég get ekki séð að þessi maður hafi það nokkuð verra en ég, þannig séð. Ég er heima frá 10 -7 og fer í vinnuna á hverjum morgni í hverfinu og hef ekki efni á að fara til útlanda. Svona næstum eins og allir heiðvirðir Íslendingar.

En hver átti 10 mills til að borga hann út??

PS. Skvísuorlofið hefst á morgun. Ég ætla að vinna keppnina um loðnustu leggina þetta árið og hef safnað alveg síðan í fyrra......vvvííííí..... ÉG hlakka svo til.....

14 September 2009

Gullkorn dagsins..


Heyrði konu í útvarpinu sem kvartaði yfir því að eini starfsmaðurinn sem hún sá "inni" í Hagkaup hefði verið gína (fyrir utan stúlkuna á kassanum sem vann við að taka við peningum). Mér fannst það fyndið. En það var líka fyndið þegar þáttastjórnandinn spurði hvort margir viðskiptavinir hefðu verið í búðinni. Konan svaraði " nei, það voru örfáir, einstaka á stangli, mátti telja þá á einum fingri"!

En svo ég klemmi röddina og kvarti, þá hef ég oft lent í því að Hagkaup hafi bara gínur sem starfsfólk inní búðinni. Það er etv aðeins viðráðanlegra heldur en lifandi starfsfólk og situr og stendur eins og verslunareigendur vilja!!
Ps. þessar gínur virðast vera frekar þreyttar á vinnunni og pirruðum viðskiptavinum... Dálítið fúl-lyndar.

10 September 2009

Heima er best

Blóðbankinn vill ekki innleggin frá mér og ég er hætt að geyma peninginn minn í hinum bönkunum, enda á ég engan pening. Ekkert blóð og enginn aur! Þarf þá ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu "mig langar til útlanda" syndromi, þar sem aurinn fyrir farmiða er ekki til, sumarfríið er búið og ég mun líklega detta niður, nýlent á flugvelli í útlöndum af blóðleysi og verða flutt á sjúkrabörum heim aftur. Þannig að ég er búin að sannfæra mig um að heima er best. Í tilefni þessarar uppgötvunar, ætla ég að kveikja á kertum, setja ljúfa tónlist á og hafa það huggó.