27 April 2009

Bófar...

Af hverju datt mér Bjarnabófarnir í hug þegar ég sá Sigmund Davíð í fréttunum um daginn?

og þegar ég Gúgglaði Bjarnabófanana, birtust þessir herramenn...nei meina glæpamenn....


Kannski þarf Sigmundur bara að sofa aðeins meira til að losna við baugana.

Kannski þurfa banka-bófarnir að þvo sér með 1.000.000.000.000.000.000.000.000 grænsápum og vanish blettahreinsum til að fá hreina sál og losna við baugana.

Kannski eru Bjarnabófarnir í Andrés Önd viðkunnalegustu bófarnir í okkar samtíð.

23 April 2009

fæðing í vændum?


Ég er með bólu í andlitinu. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að í nótt eða mjög fljótlega hljóti að fæðast fullvaxta dýr úrtúr kinninni á mér eins og í verstu hryllingsmyndum. Gott ef ég finn ekki fyrir töluverðum samdráttarverkjum í andlitinu.
Mér finnst ég vera orðin fullgömul til að fá unglingabólur.

19 April 2009

...hann stakk lyklinum í skrána og gekk innfyrir. Hann greip mig í faðm sinn og kyssti ástríðufullt. Ég kikknaði í hnjánum og leit augu hans sem voru full af þrá, ég fann fyrir líkama hans þétt upp við minn.......

....tja.. kannski var mómentið ekki alveg svona í gær þegar hr. Kópavogur mætti á svæðið, enda Rannveig vinkona í kaffi....... það hefði verið í hæsta máta óviðeigandi. Dofri var líka heima og svona móment bönnuð börnum..... En hann er alveg að standa sig maðurinn í þessu kærastadæmi.

Vorfiðringur er komin í kroppinn og í gær var umpottað og endurnýjuð pottablóm
















Teknir afleggjarar af úr sér vöxnum plöntum og settir í vatn og sáð fyrir salati og kryddjurtum í fyrsta skipti úti á svölum.
















Ég hlakka mikið til sumarsins.

07 April 2009

Jeppafetis.....


Mig langar alveg voðalega mikið í dverg-jeppa. Reyndar langar mig alveg líka í digur-jeppa en nenni bara ekki að danglast á Digrum innanbæjar og held að Dvergur myndi henta mér betur í snatt.
Svo kostar víst Digur meira en Dvergur og klinkið mitt dugar alls ekki fyrir Risa bíl. Það er líka voðalega 2007.

Er búin að sýna bílasölum óvenjulega mikinn áhuga undanfarna mánuði í von um að "sá eini rétti" dúkki upp (þe.bílinn, ekki bílasalinn). En þetta er dáldið eins og með mennina, að ég tek nú ekki hvað sem er.

Þeir segja að bílarnir endurspegli hvernig persóna þú ert. Ég veit nú ekki alveg um það. Ég hef átt allskonar bíla og held þeir segi lítið um mig. Í dag tók ég smá bílasölu rúnt með manni sem veit ekkert skemmtilegra en skoða bíla. Rákumst á svona Jeep Dverg. Hann var eitthvað svo ljótur en samt svo glimrandi sjarmerandi. Vantaði reyndar grindina framan á hann og kastarana, en mér datt nú í hug að hr. Kópavogur gæti nú bara gefið mér grindina í afmælisgjöf og kastarana í jólapakkann!! Það væri alveg svakalega rómantískt.....

En leitinni að hinum eina rétta er alls ekki lokið...og þar sem gamla elantran mín er spræk sem aldrei fyrr, mun ég halda strjúka henni eitthvað áfram.