06 May 2009

HUNDAHALD og litlir hundar

Heimsótti Ninnu mína eftir vinnu í dag og við kláruðum kínverska martraðarpúslið sem hún var að verða sköllótt yfir. Það var gaman, en í forstofunni niðri í stigaganginum var búið að hengja upp miða. Hann var svona.

ALLT HUNDAHALD ER BANNAÐ Í BLOKKINNI
líka litlir hundar

Mér finnst þetta fyndið...

5 comments:

Vordís said...

Þessi miði er náttúrulega bara snilld:):):)

Elísabet said...

hahaha, góður:)

Nöldusami nemandinn said...

að bókasafninu í skólanum mínum eru tvennar dyr, hlið við hlið. Á annarri hurðinni stendur: Denne dør er lukket. Á hinni hurðinni stendur:benyt venligst denne dør.

Guði sé lof að starfsfólk skólans eyðir tíma sínum í verðug verkefni og er alltaf tilbúið að hjálpa vesælum nemendum sem vilja komast áfram.

Kolbrun DeLux said...

Fór í Bankann ekki banka!!

Já, það er gott að forræðishyggjan lifir góðu lífi hér og í Danmörku. Ég berst með kjafti og klóm fyrir því að ekki verði hengdir upp miðar í stigagangnum mínum. En sumum íbúum finnast svona miðar gífurlega kynþokkafullir.

Höldum áfram að nöldra yfir því... ;o)

Elín Eydís said...

Kannski ég geti sett upp einhverja svona miða fyrir ósýnilega leigjandann.......t.d. "Bannað að skilja klósettsetuna eftir uppi!!!" eða "Allir eiga að tæma niðurfallið á sturtunni þegar þeir eru búnir að þvo sér!!!" Hefurðu nokkrar fleiri hugmyndir fyrir mig?!?