25 June 2009

Dýr jarðarinnar eða kannski frekar háloftanna hafa líst vanþóknun sinni á bílakaupum mínum og í dag var kúkað á bílinn minn! Einhver óprúttin lofthæna gerðist svo frökk að skilja eftir hvíta kúkaklessu á fallega nýbónaða jeppanum mínum. Hún hefur eflaust haldið að ég væri útrásarvíkingur, en ekki bláfátæk einstæð móðir sem hefur nurlað fyrir kagganum í mörg ár. Ég fyrirgef henni. Ég veit hvernig henni líður.

Annars er búið að plana fyrstu hálendisferð sumarsins á kagganum. Ekið suður á land til Víkur og þaðan uppí Landmannalaugar og þvínæst norður yfir Kjöl, heim til ma og pa. Þetta verður svona létt-fjallaferð. Ég hlakka alveg svakalega til, þó ég þurfi að sofa í tjaldi....já...jafnvel þó....

2 comments:

Sveitadrengurinn said...

Þér eru greinilega allir vegir færir.... svo verða hjálpsamir björgunarsveitarstrákar á hálendinu í sumar ef þú lendir í einhverjum vandræðum ;)

Kolbrun DeLux said...

ha..ha... já, mér eru allir vegir færir. Mér þykir gott að vita af ykkur "útköllunum" í nágrenninu, svona ef ég skyldi lenda í einhverjum hremmingum ;o)