14 August 2008

Aðgerðin á þriðjudaginn gekk vel.

Mig langar aftur að sofa svona dásamlega eins og ég gerði á skurðsstofunni (sef illa á nóttunni núna). Frábært "knock out".

Læknirinn sagði "36 ára, nógur tími eftir". Ég greip í handlegginn á honum og spurði hvort hann væri á lausu og hvort hann vildi búa til börn með mér. Hann varð flóttalegur til augnanna og var fljótur að svæfa mig svo ég bullaði ekki meira.

Ég og Hugi fórum út að borða og skáluðum fyrir agnarögn (sem hafði verið væntanlegt sameiginlegt 25 ára project) í ákavíti og bjór. Okkur fannst það viðeigandi.

Eins og öll verðug verkefni fékk agnarögn "vinnuheiti". Hildur Katrín. Ljómandi heiti, svo framarlega sem hún hefði orðið stelpa en ekki strákur. Hitt hefði verið verra.

Átti bærilega daga í gær og fyrradag og kom sjálfri mér á óvart, hvað ég var með sönsum í sálinni (miðað við aðstæður) en dagurinn í dag er búin að vera "hell".

Mætti með skælurnar niður á tær í morgunkaffi til tengdamömmu fyrrv. og var orðin hálf blaut í tærnar af söltum tárum. Hún er frábær og ég fékk mömmuknús og hugg hjá henni. Hún passaði mig í dag þar sem Hugi er farin að vinna, en annars er hann búin að vera óskaplega góður í því að passa uppá mig og knúsa. Vonandi verður morgundagurinn betri.

9 comments:

Anonymous said...

allt verður betra á morgun. þetta sagði mamma alltaf við mig og strauk mér um hárið.

bestu óskir um góðan bata, taktu þinn tíma og skældu bara. það er hollt.

Anonymous said...

Takk kæra baun. Er líka betri í dag en í gær, engar hörmu-legur í heimsókn ennþá, bara nokkrar sorg-legur í sálartetrinu. Spurning um að safna öllu þessu vatni sem til fellur við skælurnar og nota til útflutnings eða jafnvel saltframleiðslu? Ég er alltaf að hugsa eitthvað praktískt!

Anonymous said...

Frábært að þú ert að jafna þig hægt og rólega. Verst að þessi læknir var ekki á lausu og til í barneignir :( Ég veit um gott eintak af karlmanni til undaneldis á lausu :))) Hann lyktar vel og brosir fallega :))) Farðu varlega með þig. Sorgin er alltaf erfið en það er alltaf sólskin hinum mvegin við hornið.

Anonymous said...

Já, geðheilsan kemur hægt og sígandi til baka ;o) Hvar finn ég gott eintak af karlmanni, á lausu og til í hvað sem er? Það gerist ekkert ef hann geymir sig alltaf bakvið skjáinn! Fer næstum alltaf varlega og er með sólgleraugun tilbúin.

Anonymous said...

Ahhhh.....Svona gott eintak af karlmanni er mögulegt að draga frá skjánum og að raunveruleikanum. Það þarf bara að leggja smá á sig en það er svooo þess verði :) Hann myndi örugglega sleppa sólgleraugunum fyrir þig og brosa sínu fallegast. Gott tilboð ekki satt?? Ég er svo miklu rómó filing núna að ég kveiki bara á fleiri kertum og læt hugann reika......

Anonymous said...

Greinilega tilboð dagsins!! Mig langar nú frekar í mann sem dettur ekki í hug að líma sig við skjáinn þegar ég er í nágrenninu ;o) Held ég kveiki bara líka á kerti í tilefni dagsins.

Anonymous said...

Mmmm....great minds think alike. Þegar þú ert í nágrenninu þá er ekki hægt annað en að dást að þér og enginn heilvita maður myndi tíma að eyða þeim andartökum fyrir framan skjáinn. Þú ert nú meira virði en einn skjá :)) Þetta er ekki tilboð dagsins heldur tilboðs lífsins. Góðir happadrættisvinningar í formi góðs karlmans koma ekki oft fyrir. Spurning að fara að spila í Lottóinu, kveikja á korti og krossa fingurna? Það er tilboð dagsins :)

Anonymous said...

Er ég oft í nágrenninu?
Líklega eru of margir karlmenn sem ég þekki hálfvitar! Hljóma ég bitur og brennd? *LOL*

Anonymous said...

Nei....þú hljómar ekki bitur og brennd :) Þú hefur bara ekki hitt á rétta eintakið enn, þennan eina og sanna, sem mun losa þig við biturleikann og láta þig upplifa ævintýri og gleði og undrið...heheheheh...kannski hljóma ég eins og ástarsaga. Hef reyndar ekki skrifað ástarsögu enn en hef þó skrifað nokkrar öðruvísi sögur :) Ég á til meðal við biturleika og bruna. Kröftugt og seiðandi. Njóttu kvöldsins dúfa. Ég hugsa til þín :)))