11 August 2008

Sundpóló og perrahettur?!


Er aðeins að reyna að lyfta sálartetrinu upp, þar sem það er blýþungt og tekur grátrokur yfir ósanngirni lífsins mjög reglulega í dag. Ligg á sófanum og horfi á Ólympíuleikana sem eru þessa stundina mjög spennandi. Leirdúfuskotkeppni kvenna, skotkeppni karla og blak. Sá um daginn Sundpóló karla. Viðurkenni að ég brosi nú út í kampinn þegar ég hugsa um þessar fínu sundhettur sem kapparnir klæðast. Ungbarnahúfur með löngum snúrum og hlýtt fyrir eyrun. Kannski er eitthvað að mér, en ég get ekki að því gert að finnast þessi búningur eitthvað hjáklátlegur og jafnvel perralegt að sjá fullorðna karlmenn klæðast ungbarnahúfum á almannafæri.

1 comment:

Anonymous said...

Æ Kolla mín, leitt að heyra með ögnina. Svo þú færð stórt knús frá mér og fullt af fallegum hugsunum. Ég fer að smella í bæinn fljótlega og bjalla á þig.
kveðja úr Borgarfirðinum
GEH