09 August 2008

Kreppuflutningar

Jæja, þá er ég að koma mér fyrir á nýja heimilinu.
DeLúx-konan farin í sparnað á krepputímum, búin að yfirgefa elskurnar í Simplesite.com og farin í "fríkeypis" blogg. Já, orð kosta ekki mikið, þannig að það er synd að eyða krónunum í þau. Hef ákveðið að nota sparnaðaraurana mína í eitthvað gáfulegt eins og menicure, pedicure eða jafnvel spa eða bara nýtt nagglalakk og táfýlusprey.

Ég og Dofri ætluðum vera meðvirk í dag og fara í gleðigöngu, en vegna mikils gesta- og gleðigangs á heimilinu komumst við ekki út úr húsi fyrr en um sex leitið, en þá voru allir transarnir farnir heim og einungis illa hirtir unglingar vöfruðu stefnulaust um miðbæjinn. Við röltum niður á Lækjatorg og keyptum okkur ís sem við sleiktum í blíðviðrinu um leið og við virtum fyrir okkur stráka og stelpur með bleikt, appelsínugult og grænt hár. Mig er strax farið að hlakka til að Dofri verði unglingur.

7 comments:

Anonymous said...

Velkomin á nýjan stað...maður á eftir að lesa þetta fríkeypis blog þitt eins og það gamla.

Æ..Æ...Mættir þú of seint að sjá fólk sem er að berjast fyrir réttindum sínum í lífinu með því að klæðast eins og trúðar og kjánar.....líklega sérðu það fríkeypist á visir.is

Kveðja
Eiki KR

Anonymous said...

Takk, takk. Já, ég mætti alltof seint og allir alvöru trúðarnir voru farnir heim. Ætla að kíkja á Vísi.is ;o)

Anonymous said...

til lukku með nýja speisið :) þetta lítur mjög vel út hjá þér :)
kv
Helen

Anonymous said...

Hæ dúfa....Til hamingju með nýju síðuna. Eins gott að Benninn er sannur karlmaður og ekki transari. Þá væri kvenþjóðin í vanda út af þessu fádæmi einstaka eintaki af karlmanni sem til er :))

Kveðja
Benni

Anonymous said...

Helen: Takk takk, er að vinna að þessu smátt og smátt. Kveðjur norðan heiða.

Benni: Úff, ekki minnast á það. Er farin að sakna þín, en veit þú ert busy að sinna konunum...

Anonymous said...

Velkomin aftur, loksins fær maður eitthvað með kaffinu sínu....:)
hlakka til að fylgjast með þér áfram pæja.
Kv.Pálína ( líka pæja )

Anonymous said...

Ahhhh....þrátt fyrir að vera einstakt eintak af karlmanni að vera, þá er bara einn kvennmaður í mínu lífi...og hún er litla augnayndið mitt sem er enn í barnaskóla :))). Hún er sú eina sem ég sinni í dag en hver skyldi sinna mér? Hmmm....það er eiginlega stærsta spurning dagsins eða hvað???? Njóttu dagsins í dag skvísa með sól í hjarta.
Kveðja
Benni...þessi eini og sanni