11 August 2008

Agnarögnin mín

Nú er ég sár, svekkt og reið útí Guð. Hann er ekki alveg að standa sig í stykkinu þessa dagana. Stundum skil ég ekki tilgang lífisins. Af hverju er lífið svona ósanngjarnt???!!! Ekki að ég hafi ekki hlotið ríflega blessun í gegnum lífið, en það var komin tími á eitthvað stórkostlegt!! Og hananú! Hann skal bara fá að heyra það frá mér núna. Við erum ekki "dús" akkurat í augnablikinu, ég og karlinn á efri hæðinni. Af hverju spyrja etv sumir? Nú..nú.. vegna þess að "out of the blue" varð ég ólétt í byrjun sumars, eitthvað sem ég taldi óhugsandi að gæti gerst fyrir mig, þar sem börnin hafa nú ekki verið að renna frá mér í gegnum árin. Þetta var svona pleasant surprise og loksins loksins myndi Dofrinn minn eignast systkini. Síðasta einn hálfan mánuð er ég búin að vera hundlasinn af óléttuveikinni, legið í rúminu sólarhringum saman en hlakkað til í aumingjaskapnum að verða kúlótt í laginu, kjagandi eins og önd, og verða mamma aftur á gamals aldri. En...en.. sónarinn í morgun sýndi engan hjartslátt og litla agnarögnin mín verður fjarlægð á morgun, en þeim reiknaðist til að hún hafi látist 10 og hálfs vikna gömul. Hér sit ég heima grenjandi með kaffibollann minn og ætla að leyfa mér að grenja í dag og á morgun yfir hlutum sem venjulega fólki finnst reyndar ekkert stórmál. Og reyndar hafði ég kannski ekki gert mér grein fyrir því að þetta væri eitthvað stórmál. Þetta er bara fóstur! En fjandakornið, þetta var barnið mitt, framtíðarvonir mínar og draumar og tilhlökkun og mig langaði ekkert meira en verða mamma aftur, og já enn langar mig ekkert meira. Er "miserable" í dag, og á morgun og líka hinn og finnst lífið ósanngjarnt! Ég átti bara alveg skilið að verða mamma aftur!!

12 comments:

Anonymous said...


Mér þykir mjög leiðinlegt að lesa þetta Kolla og ég skil að þetta tekur mjög mikið á. Skil það betur en þig grunar. Vildi að ég gæti tekið utan um þig og leyft þér að gráta á öxlinni minni núna en sendi þér í staðinn strauma og faðmlag úr fjarlægð.

Kær kveðja
Benni

Anonymous said...

Leitt að heyra þessar fréttir Kolbrún mín, átt alla mína samúð vinan. Knússssssss

Kveðja
Eiki KR

Anonymous said...

þetta er stórmál og hunderfitt. finn mikið til með þér (og ykkur). sendi góðar kveðjur, hlýja strauma og slatta af baráttukveðjum.

Anonymous said...

Arrrrrrrrgggggggggg....... dónaskapur er þetta!!!! - Er svo leið yfir brosnum vonum, litlum sálum og draumum sem verða ekki að veruleika. Elsku Kolla, Dofri og Pabbinn :) .... æjjj bara að ég gæti sent knús til ykkar. Gefið ykkur tíma, þetta er vont og þannig er það. Kveiki samt á kerti fyrir litlu sálina og hugsa falega til ykkar.
Dillan

Anonymous said...

Ég er rík. Ég á svo mikið af góðum vinum og góða fjölskyldu, sem hafa knúsað mig í bak og fyrir og nennt að hlusta á mig sjúga uppí nefið. En þið eruð etv. enn að þýða það ég rausaði í gegnum ekkasoginn.
Takk fyrir hlýjar hugsanir og orð og fyrir að vera til. Best að vera ekki of væmin, þá fer ég bara að brynna músunum aftur, en þær eru að drukknun komnar.

Baun: Hugi er að passa mig og mér finnst það voða gott ;o)

Anonymous said...

Æi, þetta er sárt! ég samhryggist og vildi gjarnan geta knúsað þig því þú átt það svo sannalega inni hjá mér.

Anonymous said...

Kæra Kolla, þetta var erfitt að lesa, og innilega leitt að heyra. Knús til ykkar Dofra frá okkur.
kv. Palina

Anonymous said...

Það áttir þú svo sannarlega. Hugsa til þín. Endalaus knús.

Kata bestasys

Anonymous said...

Elsku dúllan mín :( ég á engin orð handa þér en risastórt knús og mikla umhyggju færðu frá mér með hugarorkunni
kv
Helen

Anonymous said...

Þetta er nú meira vesenið Kolla mín. Þessi lífsreynsla er alveg stórmál skal ég segja þér, það hef ég reynt sjálf. Eftir svona langan tíma er maður vissulega búin að plana framtíðina og sjá þetta allt fyrir sér. En þetta er gangur lífsins, segja þeir.
Gangi þér vel dúllan mín.
kv Regína

Unknown said...

Elsku frænka
Finn innilega til með þér
Kveðja Helena

Anonymous said...

Snuff..snuff... takk.