18 August 2008

Stundum langar mig að safna hári en sannleikurinn er sá að mér þykir afskaplega þægilegt að vera stuttklippt. Ég get ekki ákveðið mig. Þannig að síðast þegar ég fór í klippingu lét ég klippa stutt öðrum megin en er að safna hinum megin. Ég sýni svo bara þann vanga sem mig langar í hvert skipti. Ég á líka mína aðra hlið norður í landi, hún líkist mér ósköp á margan hátt, en er samt allt öðruvísi. Síðustu daga hef ég verið afskaplega döpur, en öðru hvoru hef ég líka verið nánast afskaplega glöð. Það er skrítið þegar tilfinningarnar togast á. Ætli ég sé ekki bara döpur öðrum megin í heilanum og glöð hinum megin? Stundur tekur depran yfirhöndina og stundum gleðin. Líklega. Mér líður eins og íslenskri veðráttu. Skin og skúrir og næðir þess á milli. Best að fara bara í lopapeysuna sína og skríða uppí sófa með heitt kakó og góða bók.

5 comments:

Anonymous said...

Ertu búin að ákveða hvoru meginn þú verður í sófanum?....má maður spegulera!!!

eigðu notarlegt kvöld...með heita bók og gott kakó :)

Kveja
Eiki KR

Anonymous said...

Já, á vinstri hliðinni í vestur-endanum á sófanum ;o) Það er langbest þessa daganna! Var að vonast til að það væri glaða hliðin líka.

Anonymous said...

Ekki gleyma að oftast er maður líka í g-streng öðru megin!!!

Kveðjur frá hinni hliðinni.

Anonymous said...

heitt og kalt, svart og hvítt, vont og gott.

sennilega erum við bara heppin að geta upplifað andstæður. þekki fólk sem er voða mikið eins alltaf og það er frekar svona, hmmm.... *geisp*

Anonymous said...

Hin hliðin mín: Hvernig get ég gleymt því ;o) jú, etv. með Sloggy!!

Baun: Þetta heitir líklega á fagmáli "Að vera á lífi!" Ég er ekkert fyrir *geisp*-líf, en finnst voða gaman að vera glöð.