20 August 2008

Er voða þreytt þessa dagana, en komst að því í dag að ég er ekkert klikkuð og það er nú eitthvað sem ætti að halda uppá ;) Fór í dag í Fossvogskirkjugarð en þar var haldin minningar-helgistund fyrir foreldra og aðstandendur sem höfðu misst fóstur, misst líf. Presturinn var kjarnyrtur og talaði t.d. um líðan foreldra sem ganga í gegnum fósturmissi. Konan var að tala um MIG, en samt þekki ég hana ekkert. Þar sem ég er nú ekki alveg fædd í gær og eldri en tvævetra, lagði ég saman tvo og tvo og komst að því að ég er víst bara mannleg eftir allt. Finnst það mikil huggun að hún agnarögnin okkar er á vísum stað í kirkjugarðinum þrátt fyrir ungan aldur og þangað get ég farið og lagt mig í grasið ef ég fæ þráhyggjukast og faðmað hana að mér.
Þó að þjóðkirkjan okkar sé oft alveg meingölluð verð ég nú að hrósa henni fyrir mannlegheit þegar kemur að þessum málum. Keypti uppáhalds blómin mín og setti við minnisvarðan um líf. Þar er svo falleg áletrun "Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni". Ahhh.. nú er ég að verða corný.....en... hey.. ég er bara mannleg ;o)

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ dúfa
Að vera mannleg er nú bara einn betri kostum sem til er og því miður ansi sjaldgæfur hjá mörgum. Farðu varlega með þig og brostu þínu fallega brosi. Það getur glatt marga í kringum þig.

Anonymous said...

Humm.. ekki margir sem skella mér í fuglslíki en sætt, svona fyrir utan að dúfur skíta alltaf á hausanna á fólki! Er að verða góð og farin að brosa útí annað, allavegana ;o)