16 September 2008


Enginn til að berja úr mér barlóminn þessa dagana, svo ég hef ákveðið að refsa mér harðlega og nú er ég búin að hjóla í ausandi rigningu út um allan bæ síðustu daga. Besta geðlyfið er víst að hreyfa sig, og sem iceing on the cake hefur verið úrhelli, þegar ég hendist um bláa hjólinu sem er sérstaklega hressandi. Kom heim í gær og leit út eins og kona á fertugsaldri (sem ég jú er) í blautbolskeppni (sem ég var ekki). Gegndrepa svo hægt var að vinda úr öllum plöggum.

Heitt te, ullarsokkar, þurr föt og teppi á sófa eftir svona hjólatúra er það besta sem ég veit.... en óskaplega hlakka ég til þegar bíllinn minn verður tilbúin úr viðgerðinni ;o)

Bar-Lómur? Er það ekki bara Róna-fugl?


Ps. tek það fram að ég er samt edrú.....þó það sé stundum Bar-Lómur í mér þessa dagana...

2 comments:

Anonymous said...

mér finnst gott að hlaupa í roki og rigningu þegar ég þarf að hrista ullabjakk úr sálinni:)

Kolbrun DeLux said...

Já Baun, það er víst á við 15 hafragrautsskálar og 20 lýsissopa að berjast um í roki og rigningu ;o) Mjög heilnæmt. En ég nennti samt ekkert að vera úti í vonda veðrinu í nótt. Kúrði mig bara undir sænginni ;o)