17 September 2008

Hraða-máttur óskast...

Dofri minn er ekki mikill morgunmaður og veit ekkert betra en að kúra eins lengi og hann getur undir sænginni.

Við stöndum í forstofunni og ég OFURmamman bíð eftir honum. Tek það fram að ég var mjög ítrekað búin að segja honum að haska sér.

Dofri: "mamma, af hverju ertu að horfa svona á mig?"

Ég: " ég er að bíða eftir þér, geturðu kannski flýtt þér svolítið?"

Dofri: "ég er að flýta mér mamma, vertu róleg, ég er ekki með HRAÐA-MÁTT!!"


*Dæs* stundum getur tekið á þolinmæðina þegar aðrir heimilismeðlimir hafa engan ofurmátt á morgnana.

4 comments:

Anonymous said...

hehe snilldarsvar:) ég á einmitt einn morgunfúlan, hann vill ekki mikið tala á morgnana,og mikið kannast ég við stöðuna við útidyrnar og minna á húfu og skólatösku og svoleiðis.... en skottan er löngu farin út... hehe HRAÐAMÁTT.... hef það bakvið eyrað:)kv.Palina

Kolbrun DeLux said...

Já, held við þurfum að gefa þeim góða orkubombu í morgunmat, svo þeir öðlist hraðamátt á leið út um dyrnar!! Eða bara láta þá fara fyrr að sofa, en Dofri minn er bara ekkert syfjaður þá!!!

Anonymous said...

... þolinmæðin þrautir vinnur allar :-).

Gaman að finna þessa síðu,

kv.
Þínir vinir, Torfi og Eva.

Kolbrun DeLux said...

Torfi og Eva: Auðvitað, en mig vantar ofurmátt í þolinmæðina á morgnana! En þá kæmum við alltaf of seint, ef ég hefði hann.
Kveðjur norðan heiða ;o)