21 September 2008

Hvað segir klósettið þitt um þig? spurði sjónvarpið mig í dag. Ég verð nú bara hvumpin og hvumsa þegar ég heyri svona rugl.

Held að klósettið mitt, bíllinn minn eða bara eldhúsvaskurinn minn segi nákvæmlega ekkert um mig sem persónu.

Klósettið mitt er standard klósett, mjög ópersónulegt, og enn hef ég ekki fundið hjá mér þörf til að skreyta það með persónulegum hlutum, nema þá bara um stundarsakir áður en sturtað er niður. Bíllinn minn er líka mjög ópersónulegur. Ef kíkt er inní hann segir hann heldur ekkert um mig, ekki frekar en ópersónulegi eldhúsvaskurinn minn eða skúringarfatan.

Voðalega getur svona rugl farið í pirrurnar á mér....mun ekki kaupa þennan klósetthreinsi sem verið var að auglýsa.... *dæs* ef þetta er það eina sem veldur mér hugarangri, þá hlýtur lífið að vera býsna gott?!!

8 comments:

Anonymous said...

Já, ef vandamálin eru ekki fjörlegri þá áttu gott. Ég sit hér og þykist vinna, með brauð í brauðvélinni, þvott í þvottavélinni og mann í tölvunni sem spilar hátt.
Ætla að koma mér að verki. Endilega haltu áfram að vera svona áhyggjulaus!!!
Kata í sveitinni.

Kolbrun DeLux said...

Ég er búin að vinna, bæði í dag og í gær, en baka ekkert brauð. Þvotturinn hangir á snúrunni, og hér spila ÉG hátt í tölvunni! Er býsna áhyggjulaus í augnablikinu.
Góðar vinnu-stundir!

Anonymous said...

... ég hélt að allar konur væru með poka af ilmjurtum og skeljum aftan á klósettkassanum :-|

... nema hún Eva.

Kolla said...

Minn maður sér um skreytingarnar á kamrinum og notast helst við naríur (stundum sokka). Þær eru lagðar út á listrænan hátt, oftast á gólfinu. Fyrir hefur komið að þær leiti hærra, en sjaldan eða aldrei finnast þær ofan í óhreinatauskörfunni.
Alveg merkilegt.

Kolbrun DeLux said...

Torfi: Ubbs...*roðn* svei mér þá ef ég á ekki þurrkuð mjög rykfallin ilmlauf í glasi á klósettkassanum. Ég var bara alveg búin að gleyma því.

Kolla: Ooo.. hann Scott er svo listrænn ;o) Þetta fór allt framhjá mér þegar ég var hjá ykkur síðast.

Anonymous said...

.. grunaði ekki Gvend :-)

Anonymous said...

klósett pósett

Kolbrun DeLux said...

Klósettumræðan er vonum framar greindarleg! Hef engu við hana að bæta enn sem komið er!