22 September 2008

Búið að loka á bankaviðskipti :(

Það er augljóst að þjóðfélagið ber kreppueinkenni á ýmsum stöðum.
Enn er lokað á bankaviðskipti mín við ákveðinn banka í bænum. Síðan í vor hef ég ekki mátt skipta við bankann, þó vilji minn sé algjör, allavega taka þeir ekki við innleggi frá mér. Er þó nokkuð viss um (sem betur fer) að úttekt væri heimiluð ef líf lægi við. Það þykir mér gott að vita. Fór í bankann áðan og var send öfug út með járnbirgðir í dós. Vegna kreppunnar sem ég lennti í fyrir rúmum mánuði síðan, mun bankinn ekki vilja sjá mig fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. Þangað til ætla ég að vera dugleg að borða járnið og mæta galvösk á bekkinn. Blóðbankinn er sá banki sem mér hugnast best.... spurning hvort sæðisbankinn komist á listann einhverntímann... *tíhí*

Annars er það svo margt sem mér liggur í hjarta, annað en blóðið sem dælist útí kroppinn á hverju andartaki. Af hverju heitir svona margt G-eitthvað?
G-mjólk
G-strengur
G-blettur
G-mail
Þetta eru allt mjög óskildir hlutir. Reyndar vil ég álíta að G-mjólk sé Geymslu-mjólk og G-mail sé Google-mail, en hitt bara skil ég ekki.....

Legg ekki meira á ykkur í dag.

Eins og gamla konan sagði: "Nú fel ég ykkur Guði á vald, í grátt brókarhald."

No comments: