01 September 2008

Jarðhræringar og náttúruhamfarir láta eitthvað á sér standa, þrátt fyrir fögur fyriheit. Vilníusarsleikurinn er líklega nær dauða en lífi og nú er svo komið að sem bókara finnst mér ákveðið óvafnvægi á milli debet og kredit. Líklega komin tími á afskriftir! Þarf aðeins að ræða við endurskoðandann, hvort að við getum afskrifað að fullu eða hvort heimild sé eingöngu til hlutaafskrifta. Held að það hljóti að vera í lagi að afskrifa að fullu, þar sem viðkomandi telst nú ekki til fastafjármuna, er kannski svona lausafjármunur, eða meira að segja ekki einu sinni fjármunur! Kannski var hann bara meira svona heimalán, eins og bók af bókasafni, rétt til að glugga í. Voðalega verð ég pirruð þegar ég kemst alltaf að því sem ég hef haldið, að karlmenn séu froskar. Það er allt vaðandi í froskum í kringum mig, og ég geng votlendið uppí klof í vaðstígvélunum, og er farin að þrá það að komast á þurrt land!

2 comments:

Anonymous said...

vá Kolla....... súrt!!!!
Dillan

Kolbrun DeLux said...

Já, en...en....