30 August 2008

  • Ég hef farið hamförum í sósíallífinu sl. viku og tók lokahnykkinn í dag.
  • Fór með "honum sem ekki má nefna" á tónleika með Stórsveit Reykjavíkur sem framreiddi Bjarkartónlist á silfurfati.
  • Björk er snillingur (kannski líka laumu djassari) og stórsveitarútsetningarnar settu engan útaf laginu, þannig!
  • Guð hvað ég var feginn að Rannveig var ekki með mér. Hún hefði líklega gengið út.
  • Ég fór ekki út fyrr en ALLT var búið.
  • Nú brosi ég hringinn, er södd menningarlega og félagslega og hjartakitran er nokkuð sátt, þrátt fyrir að bágtið mitt sé nú enn ekki alveg gróið.

6 comments:

Anonymous said...

hmmm, búin að taka "lokahnykk" í félagslífinu...

varla ertu búin að leggja sósíalskóna á hilluna, eða hvað?

Anonymous said...

Var þetta ekki bara örugglega lokahnykkurinn í vikunni? Ég var líka mjög menningarleg. Fór ásamt dætrum mínum til berja með frænkum okkar þeim Heiðu, Lóu og Þóru. Haukur fékk að fljóta með. Líklega svipað gaman og á Bjarkartónleikunum :-) Knús..

Kata bestasys

Kolbrun DeLux said...

Auðvitað bara lokahnykkur á vikunni ;o) þar sem ný og spennandi sósíalvika er að hefjast á morgun ;o) Best að pússa skóna vel, aldrei að vita hvað gerist næst....ta..ta...

Kolbrun DeLux said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

Úfff úff, ég gerði heiðarlega tilraun til að fara á ball. Valdi að sjálfsögðu leiðinlegasta ball sem ég hef orðið vitni af. Mitt sósiallíf sukkar eins og venjulega og svo er ég komin með kvef.
En nú er ég að fara í sumarfrí sem verður eytt í kindastússi fyrir norðan. Hipp hipp húrra
kveðja úr Borgarfirðinum
GEH

Kolbrun DeLux said...

Komdu nú í bæjinn, þegar þetta kindastúss verður afstaðið. Er farin að sakna Gunnfríðar-grassins og félagsskaparins.