04 September 2008

Var að spjalla við kunningja minn áðan. Honum finnst rómantískt að bjóða elskunni sinni í lautarferð með sviðakjamma undir hendinni!

Ég get engan veginn verið sammála honum, allavega ekki þegar kemur að sviðakjammanum.

"Kjammakoss"hljómar ekki vel.

6 comments:

Anonymous said...

talandi um kossa, hvursu oft er manni boðið að borða eitthvað sem hefur varir?

Kolbrun DeLux said...

Sárasjaldan fæ ég tækifæri til að narta í varir. Grátlegt! *dæs* Reyndar langar mig lítið að kjamsa á kindavörum, enda ég er gikkur!

Anonymous said...

Það fer eftir þvíhvernig það er matreitt:

NOT:
"Varð litið á þessa kjamma og var hugsað til þín"

IN:
"Það skiptir engu máli hvað nestiskarfan inniheldur, því allur matur verður veislumatur í selskap með þér"

Dillan

Kolbrun DeLux said...

(Hlæ), Í hvaða Pollýönnu leik ert þú Dilla? En ef ég skelli mér í gírinn, þá er spurning hvort kjammarnir yrðu girnilegri ef maður myndi dýfa þeim í súkkulaðibráð...og drekka kampavín með?

Anonymous said...

Rósrauðu skýji ..... sjáðu til, ég á vinkonu sem ég elska að faraí heimsókn til, því að hún kætir mig alltaf. Það er svo gaman að vera nálægt henni og hún hefur alltaf að segja frá einhverjum ævintýrum. Stundum þegar ég labba frá henni hugsa ég "Afhverju lendi ég aldrei í svona ævintýrum, afhverju fer hún útí búð og á leiðinni gerast alltaf eitthvað broslegt og skemtilegt"

En svo fór ég að spá..... er þetta ekki spurning um hvernig við sjáum sjálf heiminn og tilveruna? - Fer það ekki allt eftir hvernig við erum innstillt, hvort að við verðum þunglynd yfir rigningu dagsins í dag eða hvort að við sjáum fegurðina í regndropanum?

Pant vera PollýAnna - er viss um að hún sé hamingjusöm og sátt kona.
Knús Dillan

Kolbrun DeLux said...

Gerum díl, Þú verður Pollý og ég Anna ;o)
Þetta er alveg satt hjá þér, ætla að hysja uppum mig brækurnar, kannski ætti ég að bjóða kunningjanum á "kjamma"deit á umferðareyju í borginni? Bílaumferðin gæti verið eins og fallegasta symfoníuhljómsveit...ha..ha..ha..þetta verður skemmtilegt