27 October 2008

Loksins barði kreppan mig all-illilega


Hvað geri ég á morgun þegar ég vakna og ætla að fá mér morgunmat og ekkert Cheerios til?!
Kreppan náði í rassinn á mér endanlega....nú ert ástandið orðið raunverulegt. Ekkert Cheerios var til í Bónus í dag. Hillurnar galtómar. Mér líður illa....

13 comments:

Anonymous said...

Ljótt er að heyra. Mikið er gott að ég hamstraði morgunkrúðeríið og á eina 3 einfalda pakka í búrinu. Ef þú kemur norður þá skal ég gefa þér korn.

Kata bestasys

Kolbrun DeLux said...

Já og ég sem gerði gis að innkaupunum þínu....ætli það verði ekki bara hafragrautur í fyrramálið.

Anonymous said...

Var að spá, ég á 24 dósir af Heinz bökuðum baunum. Er hægt að hafa einhver vöruskipti við þig Kata? Er með afslátt af flutningi með Flugfélaginu eða get bara komið sjálf með þetta.. :-)
Kveðja Helena

Kolbrun DeLux said...

Kata (smá örvænting í röddinni), ég býð betur en Helena frænka. Lambalæri af veturgömlu ásamt ónotuðu hrukkukremi, Maggi kartöflumús í pakka og svartir háhælaðir skór. Ef það dugar ekki legg ég fram að auki ónotaðan smokkapakka!
Pfiff... Helena toppaðu þetta!

Anonymous said...

Vá flott mynd af mér þarna......ég vissi ekki að ég myndaðist svona vel :)))

Anonymous said...

Hafragrautur hljómar ekkert illa í stað cherrios, en verra þykir mér að aðalfrétt í morgun var að PRINS PÓLÓ er að verða uppurið.... halló ef ég fæ ekki prins pólóið...ég er með verk fyrir hjartanu.

Kolbrun DeLux said...

Einhver gamlingi gleymdi "hjarta"sprengitöflunum sínum hjá mér í vinnunni. Láttu mig vita ef verkurinn breiðist út í handlegginn, þá þurfum við að gera eitthvað róttækt! Já,skil að það er ekki gott þegar prinsana vantar...

Anonymous said...

Spurning dagsins...hvort eru það þessi föngulegu karlmenn vel naktir og seiðandi eða Cheerios sem myndu heilla þarna????

Kolbrun DeLux said...

Það er ekkert vafaatriði. Cheerios-ið skyggir á þessa föngulegu gaura. Valið er ekki erfitt, enda þetta ekki menn mér að skapi.

Anonymous said...

Mmmmmmmmmmmmmm.................betra að vera föngulegur eins og ég er heheheheheheh

Unknown said...

Issss ekkert mál. Kata ég býð þér suður með flugi á besta stað í Fokkernum. Er með herbergi heima hjá mömmu fullt af þurrvörum og þú mátt bara velja þér... ;-)

Anonymous said...

Helena og Kolla. Alltaf verða tilboðin betri. Mér líst ekki illa á flugið suður og nótt á "Hótel Hrafnhildar móðursystur" hljómar vel.

Spurnig um hvort ég reyni að koma öllu hinu góssinu í verð sem ég var búin að sanka að mér áður en kreppan skall á mitt heimili!! Ætla að hugsaða..

Kata besta sys

Anonymous said...

Nóg af Cheerios í Bónus hjá mér á ég að senda þér pakka:):):)