25 October 2008

Laugardagsmorgun...

Er að gaufast hérna á náttfötunum með kaffibollann sem minn sálufélaga og klukkan orðin nálægt hádegi. Búin að fara yfir verkefni frá nemönd og planið er að fara út í góðan göngutúr. Veit eiginlega ekki hvað ég á að skrifa um. Á ég að skrifa um...

a) drulluna sem er að koma í ljós þegar fjarar undan útrásarvíkingunum? Líkist eiginlega hálfgerðu kviksyndi og mér sýnist að við öll séum að sogast ofan í drullupyttinn (sem stækkar og stækkar) með hornin á höfðinu...eða var það túrban....anyway það er eitthvað hryðjuverkalegt?

b) gleðifrétt um hvað er frábært að vera á dragnótarbát og hvað handtökin voru fumlaus og æfð þegar fiskur var dreginn um borð (feel good frétt á mbl.is, svona fyrir utan sjóveikina)?

c) manninn sem bauð mér á deit í vikunni og sagðist hugsa um mig í vöku og svefni, að ég væri í huga hans og hjarta, eiginlega eins og krabbamein, alveg útum allt?

d) að hárið á Söru Palin verðir aðalsigurvegarinn í forsetakosningum vestanhafs....(voðalega hafa ameríkanar slæman hár-smekk og fréttin er fáránleg, eða ameríkanar, eða bæði)?

Ég er voða mikið í vafa....

5 comments:

Anonymous said...

Mér finnst liður C lang mest spennó :)))

Kolbrun DeLux said...

Liður c) já...hann er í skoðun...

Anonymous said...

hehehehe...hann virkar þessi liður eins og ástsjúkur hvolpur :)))))

Kolbrun DeLux said...

Alrangt! Liður c) er langt í frá ástsjúkur hvolpur og þessi orð ekki hvísluð í eyra með loðnu í rödd. Liður c) hefur aftur á móti góðan húmor og þessi orð eru tekin algjörlega úr samhengi eins og góðar sögur oft eru!

Ps. örlar á afbrýðisemi hérna?

Anonymous said...

Afbrýðisemi....??? Hver veit?? Aldrei að vita :)))