03 November 2008

Nú er ég loksins orðin alveg voðalega reið...

...blá í framan af reiði, hneigslun og skömm er ég yfir því hvernig íslenskir fermingadrengir sem mættu í bankann sinn á milli flugferða í einkaþotum hafa hagað sér. Svo eru bara allar skuldir við þessa höfðingja afskrifaðar eins og ekkert annað væri sjálfsagðara fyrir hvað??....50 millJARÐA! Engar skuldir eru afskrifaðar hjá okkur fólkinu í blokkunum, í passlega stóru húsunum okkar sem við munum borga af það sem eftir er ævinnar, eða þær skuldir sem fólk stofnaði til að áeggjan ríkisstjórnarinnar og bankanna í hlutabréfakaup (sem betur fer fór það allt framhjá mér)... ég gæti þusað og þrasað hérna langan og leiðinlegan söng, en læt hér staðar numið. Mér þykir óskaplega sorglegt þegar siðleysið er algjört!

En þessi söngur þykir mér dáldið cool....og miklu flottari en bölmóður minn.

http://www.youtube.com/watch?v=e8Yv0NluonQ&feature=related

8 comments:

Anonymous said...

eins gott að ég er ekki nálægt.. mig langar sko ekki að sjá þig reiða ;) vona bara að þú sért skynsamari en það að þú sért að láta þessa banka höndla með peninganafúlgurnar þínar..

Anonymous said...

það er greinilega allt fullt af skítakarakterum á þessu guðsvolaða skeri, og ótrúlegur fjöldi þeirra í fjármálageiranum.

Kolbrun DeLux said...

Sveitadrengur: Alveg rétt, þú vilt ekki sjá mig reiða ;o) og alveg rétt, ég er voða skynsöm, og bankarnir fá að gera eins lítið og hægt er í hagkerfi heimilisins. Mér er betur treystandi til að höndla með það en þeim, það er alveg ljóst. Ég veit að þú er svipaður :o)

Baun: Nú þyrfti að vera til stór flór-reka og stórt skíthús undir fótum okkar, en kannski enda þeir þar, eftir allt.

Anonymous said...

auðvitað er ég framúr hófi skynsamur maður ;) hef aldrei látið glepjast af gylliboðum bankanna og mun ekki gera... ég vona bara að ég lendi ekki í klóm kreppunnar þegar ég fer í borgina í næstu viku :S

Anonymous said...

Var á fyrirlestri í dag sem hófst á því að allir viðstaddir kynntu sig, sögðu hvaðan þeir væru og á hvaða hljóðfæri þeir spiluðu. Þetta gekk vel fyrir sig og allir fengu óáreittir að segja til sín (Jósep frá Suður-Afríku, Lise-Lotte frá Danmörku, Chiawauwa frá Kína, Whocares frá Belgíu, Zbigniew frá Kasakstan...) þar til röðin kom að mér þá þurfti fyrilesarinn endilega að spyrja um efnahagsástandið, hvort það væri ekki voðaleg krísa á Íslandi núna. Ég svaraði ,,Jess" að einkvæðisorðamannasið og lét góða þögn fylgja. Ákvað svo að sækja um færeyskan ríkisborgararétt.

Kolbrun DeLux said...

Ég finn til með þér, sárlega, fyrirlestrastelpa. Það er aumt að vera íslendingur í útlöndum núna.

Sveitadrengur: Farðu varlega í borginni, hér virðast siðblindingjar vera á hverju strái. Er þó nokkuð viss um að þú kemur þér vel undan kreppunni.

Frú Sigurbjörg said...

Já, siðferðislega svívirðan er algjör! Og í staðinn fyrir að þeir sem bjuggu til þessa 50 milljarða skuld séu ábyrgir fyrir gerðum sínum, er þessu dembt yfir á þjóðina sem þegar er búið að arðræna! Sveiattan!

Kolbrun DeLux said...

Ég er hjartanlega sammála þér Frú Sigurbjörg!