23 December 2008

Þorláksmessukvöld, og ég búin að eiga yndislegan dag, hitta fólkið mitt, drekka kaffi, skreyta, fara á rúntinn með mömmu og útrétta það síðasta. Eins og alltaf er ekkert jólastress í foreldrahúsum. Pabbi og mamma hafa aldrei farið yfir um af jólastressi og aðdragandi jólanna er afskaplega notalegur og afslappandi.
Ég og Dofri minn brunuðum norður á sunnudaginn og náðum að vera á undan hlákunni. Tróð ég rúmlega einni gjafa-búslóð í litlu elöntru og pabbi og mamma skildu engan veginn hvernig mér tókst að koma öllum varningnum sem ég mætti með inná gang, í gamla rauð. Ég held að bíllinn minn sé eins og Mary Poppins-taskan. Það er endalaust pláss.
Við erum eins og blóm í eggi hérna fyrir norðan og lífið er dásamlegt. Sendi mínar bestu kveðjur suður heiðar og Hr. Kópavogur, þú ert alveg ljómandi ;o)

Jóla hvað??..... Drukknaði í teskeið!

1 comment:

Anonymous said...

Gott að sjá hvað þér líður vel fyrir norðan. Þú ert meira en ágæt kolla mín,hlakka til að fá þig aftur suður.

Herra Kópavogur.