19 December 2008


Þá er frúin á Háaleitinu komin í jólafrí! Lífið er dáldið tætt þessa dagana, en þó hefur tætingurinn skilað sér í fullum kassa af jólagjöfum sem þurfa að leita eigenda sinna, eldrauðu jólahári sem Pink væri stolt af og 3 gömlum skópörum sem gengu í endurnýjun lífdaga við heimsóknina til skósmiðsins.

Skóarinn hefur í mögu að sýsla, og skilst mér að jafnvel heldri frúnnar í hverfinu komi með skóna sína til upplappingar í staðinn fyrir að kaupa sér nýja. Mér finnst gaman að heimsækja skóarann. Hann er eldri karl, sem er ekkert að stússast með eitthvað númeramiðasystem, heldur merkir skóna "Kolbrún". Svo kem ég og sæki og bendi bara á skóna sem ég ætla að sækja, því hann hefur ekki hugmynd um hvaða skó ég kom með. Valdi ég mér úrvals fallega skó úr hillunum hjá honum. Hann er alltaf glaður og ég velti því smá fyrir mér hvort það sé vegna límlyktarinnar sem svífur á mann í dyrunum.

Ég veit ekki alveg hvað er að gerast, en ég er dottinn í vísa kortið og það er glóandi heitt af ofnotkun þessa dagana. Mig langar ótrúlega til að kaupa mér bíl, 4x4 bíl. Mér finndist það nú viðeigndi jólagjöf handa mér frá mér. En kannski óraunhæf, veit ekki alveg.....


1 comment:

Anonymous said...

Kolla mér sýnist þá vera á hraðri leið til glötunnar... brenndu vísa kortið... ég var í borginni á föstud og laugard, úff aðra helgina í röð... ég hlýt að vera búinn að fá alveg nóg.. fór með vænt búnt af 5000 köllum og það hvarf einsog dögg fyrir sólu... en passaði að snerta ekki visa kortið... munur ef alir hefðu svona mikla sjálfsstjórn einsog ég ;)