01 January 2009

Gleðilegt nýtt ár

Eftir dásamlegt jólafrí, sem einkenndist, af góðum mat, frábærum félagsskap vina og ættingja, hóstajarmi, hauskverk og kvefpestum er ég komin í Kópavoginn. Gamárskvöldið einstaklega ánægjulegt með Hr. Kópavogi og hans slekti, og svo ekki sé minnst á að ég virðist vera einstaklega heppin í spilum og náði að niðurlægja heimilismenn hérna trekk ofan í æ. Veit ekki alveg hvort ég eigi að taka því þannig að ég sé óheppin í ástum í staðinn. Það mun tíminn væntanlega leiða í ljós. Þið lesið bara um það á Facebook! Addi minn sá í morgun að ég er "í sambandi" við hann á Facebook. Hann las það víst þar. Þegar við sátum með kaffið við eldhúsborðið horfði hann í augu mér og spurði.
Addi: " Ertu nokkuð ólétt?"
Ég: " Hef ekki græna glóru, en þú munt örugglega lesa það á Facebook ef ég vissi það".
Addi: " Já, ég vona að ég verði fyrstu til að kommenta!" á breytta stöðu " Kolbrún með barni!"
Ég (kyssti hann á nefbroddinn) :"Ég lofa þér því."

En það sem hann veit ekki, er að á Facebook er ekki hægt að breyta stöðu "með barni" og "ekki með barni". Tíhí... gott á hann.

Gleðilegt nýtt ár dýrin mín stór og smá, og svona til að valda engum misskilningi þá er ég ekki ólétt nema af þessum standard aukak.... sem hafa miklu lengri meðgöngutíma en 9 mánuði.

No comments: