03 January 2009

Harðar-barna-syndrom?


Í mikilli geðshræringu yfir ákveðinni staðreynd velti ég fyrir mér hvort til sé eitthvert sjúkdómseinkenni sem heiti "Harðar-barna-syndrom"? Málið er að facebookið mitt hefur frosið einstöku sinnum og í einhverri óþolinmæði varð mér á að ýta of oft á einhverja takka (hamast á lyklaborðinu mínu eins og snaróð miðaldra kona í austurbænum) og afleiðingarnar urðu þær að ég sendi einhverjum aumingjans íslensk-ættuðum-ásatrúar-hellsangels Finna vinarbeiðni. Allavega þótti mér hann ekki árennilegur þegar hann sendi mér póst og bað mig nú að rifja upp hvaða fjörur við hefðum sopið saman, því hann kannaðist ekkert við að hafa átt eitthvað við mig að sælda. Ég er enn að úthugsa hverju ég á að svara honum.


Var að velta því fyrir mér hvort það sé einhver bölvun yfir tölvunotkun "Harðar-barna". Fyrst var það Bjarni og svo var það ég..... og við erum ekki einu sinni skyld.

Þetta er óhuggulega óútskýranleg ráðgáta.

3 comments:

Anonymous said...

samsæri. hlýtur að vera.

Anonymous said...

hugsa fyrst og framkvæma svo ;)

Kolbrun DeLux said...

Hvað erum við að tala um? Hugsa fyrst og framkvæma svo? Ert þú thinkari? Ég er dúari!!

Þetta er samsæri dauðans!