24 January 2009

Kata sys kom í öryrkjagírnum á stofusófann til mín í gærkvöldi eftir viku dvöl í þúsund-vatnalandinu þar sem hún hitti bæði konu all-klára sem heitir Meri og aðra frekar ófríða sem heitir Æla. Hún var þó ekki illa lyktandi að sögn. Veit ekki hvort Kata lenti í köldum vötnum þarna úti, en allavega er hún gaddfreðin og föst og getur sig ekki hreyft vegna þursabits í hálsi. Nú hallar hún undir flatt og segir "já" og gefur bendingar með augngotum. Það fyrir gott fyrir mig, því þá get ég valtað yfir hana óhindrað. En verra er að ég þykist vita að fljótlega þurfi að að aðstoða hana við frekar prívat athafnir eins og losun lífræns úrgangs. En auðvitað græjum við systur það eins og allt annað. Doktorinn mætti í morgunkaffi í morgun og saman drógum við freðnu konuna við illan leik uppá tvo jafnfljóta, eða hæga frekar. Nú er ég búin að dópa sys upp og vonandi mýkist hún eitthvað þegar líður á daginn, svo ég geti sent hana norður í land til mannsins sem strengdi heitin um ævarandi umhyggju henni til handa.

4 comments:

Anonymous said...

batakveðjur til systur þinnar:)

Anonymous said...

Ég þakka kærlega fyrir hjúkrunina. Er hér mjúk í kroppi og sinni á viðeigandi bændatöflum. Vonandi kemst ég til sjálfrar mín fljótlega.
Kveðja,
Kata bestasys.

Kolbrun DeLux said...

Gott að heyra að bændatöflurnar gera gagn! Farið vel með ykkur þarna í sveitinni.
Knús Kolla.

Kolla said...

Svona þursabit er bara algjör vibbi, Kata mín, þú átt samúð mína alla.

Ég vona að þú afskekkist fljótt og vel og ef það eru einhverjir chiropractorar norðan heiða þá gætir þú kannski kíkt á þá.
Virka voða vel fyrir mig.