28 January 2009

Horfði á fréttirnar. Kona í Ameríkunni eignaðist áttbura og ætlar að hafa þá alla á brjósti. Velti því fyrir mér hvort hún sé með fleiri spena en konur almennt, þar sem ég horfði á systur mína með sín tvö á sitthvorum, lungan úr sólarhringnum fyrir nokkrum árum. Kannski þarf ammeríska áttburamamman ekkert að sofa, kannski drekkur hún Red Bull í öll mál og bryður Ginseng. En það sem var skrítnast við fréttina var að henni fylgdu fréttamyndir af risastóru bílastæði fyrir utan sjúkrahúsið. Ætli börnin séu geymd þar, á stóra planinu?

Annars kyngir niður snjónum. Mér finnst ákveðinn friður og ró koma með snjónum, þó hann sé kaldur og blautur. Vetrarstillur eru mér að skapi. Held líka að Vinstri-stjórn verði mér að skapi. Allavega vona ég það svo innilega. En það sem myndi kæta mig svo mjög og jafnvel mest, væri ef hægt væri að ná í rassgatið á þessum drulludelum sem komu okkur á hvínandi kúpuna!!

10 comments:

Anonymous said...

mér fannst ég bara verða kommenta aðeins hjá þér.. það virðast allir sem þú þekkir vera svo uppteknir við a mótmæla ;) vonadi getur vinstri stjórnin gert eitthvað fallegt fyrir þig áðuren hún springur.... ég vona bara að þessi skrípi fari ekki að gera einhvern bölvaðan óskunda... en nóg um það :) hérna er bara sumarblíða og enginn snjór, búinn að étaá mig gat af súrmat og tilheyrandi :P besrtu kveðjur úr sveitinni... kannski færðu krassandi sögu næst ;)

Kolbrun DeLux said...

Ég er bara svo hjartanlega sammála þér sveitadrengur (eins og alltaf!). Ég vona svo sannarlega að vinstri stjórnin geri eitthvað fallegt fyrir mig áður en hún gefur upp öndina, já eða ég. Falleg vetrarblíða hér sunnan heiða, og ég hlakka mikið til að fá djúsí sögur af þér næst..vona samt að þú særir ekki blygðunarkennd mína..ha..ha.

Anonymous said...

Hafandi verið með tvö hangandi á sitt hvoru um eins árs skeið þá held ég að fréttin sé stórlega ýkt og sé engan raunhæfan möguleika annan en að gjafirnar rúllir. Tvö til þrjú fái brjóst í hverri gjöf og hinir pela, og mjaltarvélin í stöðugri notkun þess á milli. Vííí...þetta er nú aldeilis skemmtilegt hjá konugreyinu.
Las líka að hún hefði fætt 8 börn. Ég tel að konur hafi ekki fætt börn þegar þau eru tekin með keisara, en þannig er það nú í minni sveit.
Skál.
Kata mjaltarkerling

Kolbrun DeLux said...

Skál! í boðinu....
Knús á Kötu mjaltarkerlingu

Þórdís Gísladóttir said...

Það stóð í frétt á DV.is (frekar en á visir.is) að konan hefði fætt þessi átta stykki "eins og að drekka vatn". Já sæll og blessaður ungi blaðamannsdrengur hugsaði ég nú bara.

Kolbrun DeLux said...

ha..ha.. já, undrin gerast enn! Allavega í blaðamannaheiminum.

Anonymous said...

Já vonandi gerir ný stjórn eitthvað gott fyrir okkur, ekki tókst þeirri gömlu vel upp, og innilega er ég sammála þér með að ná í endann á þessum aumingjum sem komu okkur á kaldann klakann:):)
Knús að norðan

Kolbrun DeLux said...

Já ég væri nú alveg til í að klípa aðeins í rassinn á þessum köppum. Jafnvel með rafmagnsköpplum og hleypa svo ca 1000 voltum á rasskinnarnar!

Kolbrun DeLux said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

hva bara ritskoðun í gangi... þá heldég að ég fari ekki að koma með einhverjar krassandi sögur fyrir þig.. þeim verður bara eytt :s