29 March 2009


Heyrði sögu um helgina um mann sem fékk tannpínu og lagði sig. Honum var batnað þegar hann vaknaði daginn eftir.


Í gærkvöldi var mér illt í einni tönn, lagði mig og var batnað þegar ég vaknaði daginn eftir.


Dekur, dúll, nudd og nautnir er góð lýsing á gærdeginum. Hvítvín í hádeginu, nudd í heitum potti, andlitsböð og steinanudd er eitthvað sem ég er til í að upplifa miklu oftar en ég geri.


Til að viðhalda lærapokum og magakeppum hélt svallið áfram í Grafarvoginum fram undir miðnætti.


Þetta var svo erfiður gærdagur, að ég hef notað daginn í dag að mestu í slökun og hvíld *dæs*







No comments: