07 April 2009

Jeppafetis.....


Mig langar alveg voðalega mikið í dverg-jeppa. Reyndar langar mig alveg líka í digur-jeppa en nenni bara ekki að danglast á Digrum innanbæjar og held að Dvergur myndi henta mér betur í snatt.
Svo kostar víst Digur meira en Dvergur og klinkið mitt dugar alls ekki fyrir Risa bíl. Það er líka voðalega 2007.

Er búin að sýna bílasölum óvenjulega mikinn áhuga undanfarna mánuði í von um að "sá eini rétti" dúkki upp (þe.bílinn, ekki bílasalinn). En þetta er dáldið eins og með mennina, að ég tek nú ekki hvað sem er.

Þeir segja að bílarnir endurspegli hvernig persóna þú ert. Ég veit nú ekki alveg um það. Ég hef átt allskonar bíla og held þeir segi lítið um mig. Í dag tók ég smá bílasölu rúnt með manni sem veit ekkert skemmtilegra en skoða bíla. Rákumst á svona Jeep Dverg. Hann var eitthvað svo ljótur en samt svo glimrandi sjarmerandi. Vantaði reyndar grindina framan á hann og kastarana, en mér datt nú í hug að hr. Kópavogur gæti nú bara gefið mér grindina í afmælisgjöf og kastarana í jólapakkann!! Það væri alveg svakalega rómantískt.....

En leitinni að hinum eina rétta er alls ekki lokið...og þar sem gamla elantran mín er spræk sem aldrei fyrr, mun ég halda strjúka henni eitthvað áfram.

5 comments:

Anonymous said...

ég á eldgamla toyotu druslu, gráa, ryðgaða og mikið keyrða. ætla rétt að vona að hún lýsi ekki persónuleika mínum.

Sígarettuumboðsmaðurinn said...

Til hamingju með strákinn!

Sveitadrengurinn said...

Ég hefði nú haldið að ef Hr. Kópavogur er alvöru karlmaður að þá yrði bara jeppi í afmælispakkanum ;) en vertu alavega alveg viss áðuren þú keupir einhvern, mun erfiðara að skila heilum jheppa en td fl.... ha ha vona að þú eigir gleðilega páska :o)

Kolbrun DeLux said...

Beta: Bíla segja ekkert um mann, þannig.

Sígarettuumboðsmaður: Takk fyrir heillaóskirnar. Þú ert nú ekkert að flækjast fyrir manni hérna á norðurlandinu.

Sveitadrengur: Æjji..mér finnst nú dáldið 2007 að fá jeppa í afmælisgjöf. Hef engan áhuga á því. Hr. Kópavogur sannar mér karlmennskuna einhvernveginn öðruvísi :o)

Sveitadrengurinn said...

Já þú meinar.. það er víst ekki lengur 2007 þarna fyrir sunnan....