23 March 2009

Um gildi þess að gera ekkert!


Las færsluna hans Sr. Svavars hér til hliðar um gildi þess að gera ekki neitt. Ég er honum sammála. Mér finnst gott að gera ekkert.

Um síðustu helgi brugðum við Kópavogur okkur í bústað með börnin....að gera akkurat ekkert!

Snjáldurbókin og bloggsíður skildar eftir heima, ásamt mbl.is.
Hvað er hægt að gera í órafjarlægð frá veraldarvef?
1. Búa til snjóbolta og stinga inná rassinn og hoppa útí heitapottinn og búa til 3 brjóst.
2. Fara í keppni um hver getur legið lengst ber í snjónum eða eins og við gamla fólkið, hver gæti setið lengst í sólstólunum fullum af snjó (ég vann!)
3. Spilað laumu
4. Spilað Catan
5. Farið út í ausandi rigningu og spilað Mini-Golf þar sem allir voru sigurvegarar
6. Gengið í drulluleðju upp undir miðja kálfa meðfram Hvítá (rómantíkin blómstraði í pyttinum)
7. Fleytt kerlingum á ánni
8. Elduð dýryndis steik og meðí...
9. Sofið vel og lengi
10. Lesið Brennu-Njálssaga og endursögð í húslestrastíl og rýnt í gamlar gestabækur
Held að við ættum að gera meira af þessu......

8 comments:

Anonymous said...

Þarna er ég sko sammála þér af þessu ættum við að gera meira þ.e gera ekki neitt. (smá öfund, er farið að langa í svona ferð) Það vill nefnilega of oft gleymast gildi þess að vera bara saman:):):)

Anonymous said...

frábært hjá ykkur:)

Kolbrun DeLux said...

Já, Vordís, þá er bara að setja bensín á skrjóðinn og skreppa í Hópið með hersinguna!

Baun: Þetta var alveg frábær helgi.

Anonymous said...

Já Kolla ef það væri ekki sama hitastig inni og úti svona yfir vetrarmánuðina þá myndi ég sko gera það reglulega og svo sannarlega bjóða þér og þínu liði með. Það kemur að því að maður verður búin að koma upp heilsárs aðstöðu þar, svona einhverntíman þegar við hjónin hættum að vera námsmenn:):)

Kolbrun DeLux said...

Já, það er nú betra að hafa plús-gráður innandyra allavega! Hlakka til að hitta þig og þína í bústað!!

Kolla said...

Bráðnauðsynlegt að gera ekki neitt svona af og til. Í staðinn verður maður bara að taka nokkrar dugnaðarskorpur hér og þar og þá jafnast þetta allt út :)

Anonymous said...

Gott hjá þér að komast aðeins útúr borginni... það er jú alltaf best í sveitinni einsog ég hef margoft sagt þér... ég var bara í aukavinnunni minni um helgina (hvað varstu eiginlega farin að halda um mig) en sem betur fer ekkert mikið í borginni heldur hélt ég mig mest í rokinu á suðurnesjunum, þrátt fyrir gylliboð konu einnar, fyrir austan fjall, um að kíkja í heimsókn í dauða tímanum ;) eru freistingarnar ekki tila ða standast þær eða var það öfugt... ég skil nú ekkialveg þetta tal um kulda hérna í Húnavatnssýslunni, það sem ekki drepur mann það herðir mann og það sem ekki herðir mann það dre... ;)

Kolbrun DeLux said...

Sveitadrengur: Þú ert dyggðin uppmáluð!o)