17 March 2009

getur grís verið fiskur?

Steikti grísa-kreppýnettur í kvöldmatinn í kvöld að gömlum sið, með mús og grænum ora. Þær hafði ég fengið syndsamlega ódýrar svo ég neyddist til að setja poka í körfuna.

Eldamennskan tókst nú ekki betur en svo að hvorki Dofri né Þorsteinn vinur hans höfðu smekk fyrir þessu fína "kreppý eldhúsi" og þegar ég barðist við að koma ósómanum ofan í drengina sagði Dofri "mamma, mér finnst þessi fiskur ekkert góður".

Þetta er nú meira ruglið....

og enn er eftir í pokanum.....veit ekki hvernig í veröldinni ég ætla að koma seinni hlutanum í lóg.... ætli ég geti dulbúið matinn í eitthvað sja-du-la-vals dæmi??

10 comments:

Anonymous said...

Ja hérna.. ekki alltaf fagrar lýsingar af matargerðinni hjá þér.. svosem hæfileikar útaffyrir sig að geta breytt svíni í fisk, var þetta nokkuð Marsvín sem þú eldaðir ?????? sveimérþá efég stend mig ekki bara betur í matargerðinni þegar e´g töfra fram svið og fleira góðgæti ;)

Anonymous said...

já það er aldrei að vita hvað er falið inní raspinum þegar verið er að kaupa kreppýnettur, snilla eða eitthvað álíka sem búið er að kaffæra vel og vandlega í raspi, en vonandi lifðu þeir félagar það af að borða þennan "fisk" og verða bara glaðir með soðninguna næst þegar hún verður í boði:):)

Elín Eydís said...
This comment has been removed by the author.
Elín Eydís said...

Ég mæli með því að þú búir til eitthvert gríðarlega "töff" nafn á fyrirbærið! Helstu uppeldisfræðingar nútildags ku mæla með því! Hvað þykir drengjum á þessum aldri vera töff?!? Þeir eru líklega vaxnir upp úr bæði Latabæ og Bangsímon......hehe..... Gefðu nú ímyndunaraflinu lausan tauminn og sjáðu hvað gerist! ;-)

Elín Eydís said...

Bara svo þú vitir það......það var ég sem deletaði kommentinu hérna fyrir ofan...........það var ásláttarVILLA í því!!! ;-)

Anonymous said...

Ég bendi þér á að versla inn ódýrt en öruggt og kaupa ýsubollurnar sem eru undir 1000 kr kílóið í Bónus og allt sem fer í þann verðflokk er samþykkt hér í Krepputröð.

Kate

Kolbrun DeLux said...

Sveitadrengur: Marsvín hefur þetta örugglega verið. Mér fannst eldamennskan í sjálfu sér ekkert takast illa, meira hráefnið sem klikkaði. Ég er viss um að þú ert eldklár í sviðunum!

Vordís: Hér verður líklega fagnað þegar ég legg soðninguna og tómatsósu næst á borð ;l)

Elín: Verst að Dofri minn er löngu búin að læra trixið með matarheitin. Hann er að verða unglingur og þetta bítur ekki á hann lengur! Súrt! ...o ég hélt að einhver hönk hefði verið að kommenta og svo eytt því út. Bömmer!

Kata: já ég ætla að kíkja á þessar ýsubollur næst.

Anonymous said...

Nei, nei, nei. Ekki ýsubollur. Ég fæ ennþá martraðir þegar ég hugsa um hvað fór í fiskmarninginn á frystihúsinu í gamla daga. Ekki að ormar, bein, þunnildi, roð og gúmmíhanskar séu rýrari næring en rasp með fyllingu. Geturðu ekki samið við einhvern kvótalausan trillumann að kaupa af honum alvöru fisk á spottprís? Og næst þegar þú færð jeppann hjá Gísla ættirðu að keyra niður hross, draga það heim og setja í frystinn. Þá ættirðu að vera vel mett út kreppuna. Ah! Nú fer ég að hugsa um gula hrossafitu. Yakk!

Anonymous said...

Eldklár segirðu.... já þaðe r ég örugglega og er líka meira fyrir einfaldan mat og góðan heldur en eitthvað drasl sem er búið að hakka saman og maður veit ekkert hvað er.... en best er auðvitað að vera kominn heim eftir heila helgi þarna á suðvesturhorninu.... :o)

Kolbrun DeLux said...

Ráðagóða frystihúsakerling: jú, ég kaupi svaka flottan fisk hjá honum Flosa vini mínum í heita pottinum. Þarf einmitt að fara að hringja í hann. Það er enginn marningur!

Sveitastrákur! Hvað ertu alltaf að þvælast um í borginni?? Ég flúði borgina um síðustu helgi og fór uppí sveit!