23 April 2009

fæðing í vændum?


Ég er með bólu í andlitinu. Ég hef töluverðar áhyggjur af því að í nótt eða mjög fljótlega hljóti að fæðast fullvaxta dýr úrtúr kinninni á mér eins og í verstu hryllingsmyndum. Gott ef ég finn ekki fyrir töluverðum samdráttarverkjum í andlitinu.
Mér finnst ég vera orðin fullgömul til að fá unglingabólur.

5 comments:

Anonymous said...

Er þetta Tryggvi Herbertsson sem er að kreista bóluna þarna? Hann nær nú ekki nema 20% úr þessu helvíti.

Herra Kópavogur.

Kolbrun DeLux said...

Nei hr.Kópavogur, held þetta sé ekki Tryggvi Herb. En 20% er mjög gott, ég næ ekki nema kannski 5% úr minni.

Anonymous said...

Hann vill nú lækka alla ljósastaura um 20%. Eins gott að þú ert ekki í framboði, þá færu þeir bara niður um 5%.

Hr. Kópavogur.

Kolbrun DeLux said...

Sko, ef ljósastaurar minnkuðu um 20% þá færu þeir loksins að passa lágvöxnu fólki eins og mér.

Anonymous said...

Er þessi kinnaútkreistinur ekki bara nokkuð líkur okkur systrum??? Ætla að skoða myndina aðeins betur

Kata bestasys