19 April 2009

...hann stakk lyklinum í skrána og gekk innfyrir. Hann greip mig í faðm sinn og kyssti ástríðufullt. Ég kikknaði í hnjánum og leit augu hans sem voru full af þrá, ég fann fyrir líkama hans þétt upp við minn.......

....tja.. kannski var mómentið ekki alveg svona í gær þegar hr. Kópavogur mætti á svæðið, enda Rannveig vinkona í kaffi....... það hefði verið í hæsta máta óviðeigandi. Dofri var líka heima og svona móment bönnuð börnum..... En hann er alveg að standa sig maðurinn í þessu kærastadæmi.

Vorfiðringur er komin í kroppinn og í gær var umpottað og endurnýjuð pottablóm
















Teknir afleggjarar af úr sér vöxnum plöntum og settir í vatn og sáð fyrir salati og kryddjurtum í fyrsta skipti úti á svölum.
















Ég hlakka mikið til sumarsins.

5 comments:

baun said...

yndislegt að heyra:)

Sveitadrengurinn said...

djöfulsins dugnaður alltaf í þér... ég ættti kannski að taka þig mér til fyrir mynda ( í sumu allavega ) og reyna rækta eitthvað holt og gott í sumar.... jæja best að fara safna orku fyri Reykjavíkurferð á föstudaginn :S

Kolbrun DeLux said...

Já sveitadrengur, hvernig væri að þú reyndir að gera eitthvað af viti þarna fyrir norðan?!
Ertu alltaf að djamma í Reykjavík? það er meiri ólifnaðurinn á þér strákur.

Kolla said...

Mér líst rosalega vel á þessar framkævmdir. Ég spáði aðeins í að skella niður nokkrum tómata og paprikuplöntum út í garði, kannski ætti bara að láta verða af því!

Sveitadrengurinn said...

Hvað meinarðu... ég er alltaf að gera eitthvað af viti... nei það verður ekkert djammað eða deitað í þessari ferð en kannski næst ef hún verður ekki búin að gefast upp á ða bíða ;)