15 August 2009

fjörður..fjörður..fjöður...fjörðrur....




Loksins, loksins heyrist hljóð úr horni. Gamla komin heim eftir útlegð sumarsins, þar sem margir firðir voru heimsóttir. Nýji bíllinn fór með mig marga góða rúnta og hef ég tínt til þá firði sem skoðaðir hafa verið. Prófið að lesa þetta upphátt eins hratt og þið getið.


Kollafjörður hinn syðri (líklega nefndur í höfuðið á mér)
Borgarfjörður
Hrútafjörður
Miðfjörður
Húnafjörður
Skagafjörður
Eyjafjörður
Bitrufjörður
Kollafjörður hinn minni á ströndum
Steingrímsfjörður
Þorskafjörður
Berufjörður
Gilsfjörður
Hvammsfjörður
Stöðvarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Reyðarfjörður
Eskifjörður
Norðfjörður

Ég svaf í skálum og tjaldi, húsum og sumarbústöðum, umkringd íslenskum fullum skáladólgum og friðelskandi útlendingum, og allskonar fólki. En fyrst og fremst var ég með fólkinu mínu, fjölskyldunni.
Sumarfríið mitt var yndislegt í alla staði, og ferðalögin vel lukkuð. Nú er ég komin heim og daglegt amstur er tekið við.....er reyndar aðeins að halda í sumrið og ætla að grilla í kvöld á svölunum.

1 comment:

Elín Eydís said...

Þetta er líklega mun betri hugmynd en ég fékk í sumar, þegar ég klöngraðist upp á eitt fjall og datt í framhaldinu í hug að fara að safna fjöllum (sem ég hef farið upp á, þ.e.a.s.). Það er að sjálfsögðu mun auðveldara að geta notað bílinn og safnað fjörðum.........! (Enda er þinn listi að sjálfsögðu strax orðinn mun lengri en minn.) Gott hjá þér!!! :-)