24 August 2009

Kóngafólkaleiðindi


*Geysp*

Ég er svakalega hrifin af kóngafólki og Royalnum í Evrópu og hef reynt að halda merki nöfnu minnar Kollu frænku í Löngumýri (blessuð sé minning hennar) og vera vel upplýst í slúðrinu um Játvarð og Fredrik, Haakon og Karl, Mette og Viktoriu og Mary og Marie. Kolla frænka keypti nefninlega útlensku slúðurblöðin og vissi allt um ástarmál og skandala heldra fólks.


Með tilhlökkun í brjósti hef ég sest niður á mánudagskvöldum og gert heiðarlega tilraun til að horfa á svokallaða heimildarmynd um breska kóngafólkið en ég hef aldrei náð að halda meðvitund við viðtækið svo lengi að ég sé búin að finna út, hvað þetta fólk gerir dags daglega. Þetta er ömurlegt kóngafólk. Ég fullyrði hér með að ég lifi skemmtilegra og áhugaverðara lífi en Kalli og synir, gamla skrukk og drottningarkarlinn hennar.

Held ég taki niður myndina af (kónga)fjölskyldunni minni sem hangir á ísskápnum....og setji mynd af skemmtilega fólkinu.... mér í staðinn.

1 comment:

Elín Eydís said...

Tja, ég hef nú ekki náð að sjá neinn þessara þátta, en......Eyþór horfði á einn og fannst hann æðislegur! Þú ert kannski bara orðin of þroskuð........eða ofþroskuð.........til að hafa gaman af þessu......!?! ;-)