17 September 2009

Greyjið meinti fjársvikarinn

Heyrði viðtal við meintan fjársvikara í sjónvarpsfréttunum í kvöld, þar sem hann lýsti lífi sínu eftir að breska lögreglan hafði hendur í hári hans. Hann var laus úr fangelsi á tryggingu, en líf hans var ömurlegt. Hann þurfti að vera heima hjá sér frá kl 10 á kvöldin til 7 á morgnana. Mæta á lögreglustöðina í hverfinu á hverjum morgni og má ekki yfirgefa landið.

Ég er nú ekki grunuð um fjárglæpi, en ég get ekki séð að þessi maður hafi það nokkuð verra en ég, þannig séð. Ég er heima frá 10 -7 og fer í vinnuna á hverjum morgni í hverfinu og hef ekki efni á að fara til útlanda. Svona næstum eins og allir heiðvirðir Íslendingar.

En hver átti 10 mills til að borga hann út??

PS. Skvísuorlofið hefst á morgun. Ég ætla að vinna keppnina um loðnustu leggina þetta árið og hef safnað alveg síðan í fyrra......vvvííííí..... ÉG hlakka svo til.....

1 comment:

Vordís said...

Engar fréttir úr skvísuorlofinu eða er mín bara enn í skvísuorlofi :):)