24 September 2009

Skvísudagar í haustlitum


Vordís rukkar sögur úr húsmæðraorlofinu eða Skvísudögum eins og helgin heitir opinberlega. Það er miklu meiri glamúr yfir því nafni.

Helgin var skemmtileg, ég fór með 6 bjóra með mér og kom heim með 5. Þá er gaman ;o)

En því miður Vordís, What goes around in húsmæðraorlof stays in húsmæðraorlof!... þannig að sögurnar af því hver var með mestu loðnuna, hver átti kjánalegustu söguna af eiginmanninum eða hvaða perraskapur viðgengst við hinar ýmsu daglegu athafnir munu haldast meðal grúpppíanna og ekki fara lengra.
En ég get svo sem upplýst að mér finnst ég töluvert nánari einni vinkonu minni eftir þessa helgi en áður þar sem við deildum bæði rúmi og tannbursta. Ef ég væri lesbía værum við eflaust giftar, eða... on second thought.... líklega ekki, því þó ég væri lesbía væri hún það líklega ekki og því líklega bara gift gaurnum sem hún er gift en ég kannski bara piparlesbía. *Smá vangaveltur*

En ég föndraði 2 lampa í orlofinu, kláraði einn bútasaumsdúk, gerði við skó og svefngrímur og bjó til 2 gullfalleg jólakort svo eitthvað sé nefnt.......svona á milli pottaferða...og hörpuskelsmáltíða.

Stundum er dásamlegt að kæra sig kollótta um einhverja kreppu og gera sér dagamun með frábærum vinkonum.





No comments: