10 September 2009

Heima er best

Blóðbankinn vill ekki innleggin frá mér og ég er hætt að geyma peninginn minn í hinum bönkunum, enda á ég engan pening. Ekkert blóð og enginn aur! Þarf þá ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu "mig langar til útlanda" syndromi, þar sem aurinn fyrir farmiða er ekki til, sumarfríið er búið og ég mun líklega detta niður, nýlent á flugvelli í útlöndum af blóðleysi og verða flutt á sjúkrabörum heim aftur. Þannig að ég er búin að sannfæra mig um að heima er best. Í tilefni þessarar uppgötvunar, ætla ég að kveikja á kertum, setja ljúfa tónlist á og hafa það huggó.

5 comments:

Anonymous said...

Þeir hjá Íslenskri erfðargreiningu rækta blóð. Það má prufa að fara með tvo til þrjá blóðdropa til þeirra og biðja þá um að rækta upp nokkra lítra.

HR. Kópavogur.

Frú Norðurland said...

Það má líka prófa að borða mikið af súkkulaði. Einhvernveginn virðist alltaf koma yfirfall á blóðbúskapinn hjá mér stuttu eftir að ég borða yfir mig af súkkulaði.

Kolbrun DeLux said...

Hr. Kópavogur: Það er þrælsniðug hugmynd, þá ætti Blóðbankinn að verða óþarfur. En ég veit að þú ert voða hrifinn af fölum blóðlausum stúlkum.

Frú Norðurland: Mér líst vel á þetta með súkkulaðið, ég ætla að prófa það ráð strax í kvöld!!!

Elín Eydís said...

Má samt ekki alveg borða súkkulaði ÁN þess að fara í blóðbankann á eftir......?!?

Kolbrun DeLux said...

Eeeuuu....jú, það má alltaf borða súkkulaði ;-þ