
Ég uppgötvaði eitt í dag. Var að lesa þessa hræðilegilegu frétt á mbl.is
og það er ljótt að segja það en ég gladdist smá í hjartanu.
Ég er gullnáma!
Ég lúri á gulli, sit á gulli og ber ríkidæmi með mér. Halló..... 15.000 dollarar fyrir 1 lítra af fituvef....hó hó hó..... Þó fitusog sé ekki alveg gefins, þarf nú ekki að sjúga marga dropa til að hafa uppí kostnaðinn. Ég er greinilega miklu efnameiri en ég hafði gert mér grein fyrir. Ætla að hafa þetta í bakhöndinni ef harnar mikið í ári.
Ég vona bara að Steingrímur fatti þetta ekki og leggi stóreignaskatt á bústnar og búsældarlegar miðaldra konur.