02 November 2009


Ég keypti kjötfars og hvítkál í dag, í tilefni þess að rannsóknir sýna að maður verður þunglyndur á að borða unnar kjötvörur. Ég mun kenna móður minni alfarið um geðheilsu mína framvegis, þar sem kjötfars var oft og títt á borðum á heimili mínu þegar ég var barn og mér þykir það ákaflega góður unninn matur.

Sorglegt en satt, þá þekkti appelsínugula unglingskassadaman ekki hvítkálið og þurfti aðstoð reyndari og eldri konu (mína) til að bera kennsl á hausinn.

Það er margt skemmtilegt að gerast þessa dagana, þó mér þyki nánast grátlegt hvað barnalánin eru mikil barnaólán og velti fyrir mér hvort foreldrar séu fífl...kannski ekki allir foreldrar en sumir.

En ég legg ekki meira á ykkur í bili. Jólin eru alveg að koma ;)

4 comments:

Unknown said...

... varðandi hvítkálið þá minnir það mig á þegar við hjónin vorum í búð og keyptum jonagold epli - stelpan vissi ekki að þetta er sér tegund og spurði svo: Eru þau ekki meira svona rauð heldur en gærn?

Arnar H said...

Maður á nátturulega bara að þakka fyrir að kassakrakkarnir hafi þor að spyrja þegar þau eru ekki viss í stað þess að velja bara það dýrast af listanum og skrá það þar :)

Winstonpían said...

1. Stúlkukindin mun kynnast mörgum kálhausum um ævina. Höfum ekki áhyggjur af henni.
2. Foreldrar eru fífl eins og annað fólk.
2. Ég fékk kjötfars ca. einu sinni á ári í æsku og bjúgu einu sinni á ári og þar með eru upptaldar þær unnu kjötvörur sem ég fékk leyfi til að neyta fram að sjálfræðisaldri. Geðheilsan er álíka góð og siðferðiskennd Íslendinga og sýnir það glöggt hversu glataðar þessar rannsóknir eru. Ég ráðlegg þér eindregið að borða eins mikið af kjötfarsi og þig lystir.
4. Voðalega ert þú eftirá. Jólin eru löngu komin í Ikea, Húsasmiðjuna, Nýdönsk og víðar.
Gleðileg jól!

Elín Eydís said...

Geðheilsa þín er algjörlega á ábyrgð foreldra þinna, það fer ekkert á milli mála! Hvort kjötfarsið kemur þar eitthvað við sögu er hinsvegar ómögulegt að vita. Fyrirgefðu samt foreldrum þínum geðheilsuna og þakkaðu þeim heldur fyrir að hafa ekki tekið lán í þínu nafni fyrir þrjátíuogeitthvaðárum............! (Annars hefði kannski komið betur út að hafa gert það þá, heldur en núna...?!?)