29 August 2008

Trúnó...og kindastúss


Ég fór á "trúnó" í Fríkirkjunni gærkvöldi með Gísla æskuvini mínum.
Aahhh... Algjört eyrnakonfekt. Tómas R. og Ragnheiður Gröndal fóru á kostum ásamt hinum hjóðfæraleikurunum. Djass er tónlist fyrir athyglissjúklinga (lesist á góðan máta) því sólóistarnir í bandinu eru svo margir. Skemmtileg tónlist og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt einhverja kúbansk-lattinameriku áhrif í sumum lögunum og munaði mjóu að við Gísli stykkjum út á gólfið og brystum í dans. Við rétt náðum að hemja okkur, enda ekki viðeigandi þegar maður er á "trúnó" í kirkju.
Dofrinn minn er veðurtepptur heima hjá mömmu sinni og líklega verður ekkert af kindastússi af hans hálfu um helgina. Enda segist hann nú ekkert þekkja markið hans afa síns, þannig að hann sé nú ekki nema hálfdrættingur í réttunum. Honum langar eiginlega meira í afmælið hans Þorsteins vinar síns.....svona gaurar...

No comments: