23 August 2008

há- og lágmenning

Hér verður stunduð menningarstarfsemi í dag. Finn mig engan veginn í ringningu og roki niðri í bæ og svaf yfir mig í efnafræðitilraunirnar í Erfðagreiningunni. Þannig að í tilefni dagsins leigðum ég og Dofri DVD myndir og ætlum að slengja okkur á sófann. Myndir bæði fyrir háa og lága, er það ekki há- og lágmenning?
Er komin í náttbuxurnar og Dofri er að búa til Soda Stream-ið ;o)

Munstrum okkur svo í matarboð síðar og kíkum á flugeldasýningu. Mér finnast menningarnætur ljómandi skemmtilegar, einkanlega þegar gott er veður.

4 comments:

Anonymous said...

Það var gaman að vera með þér á flugeldasýningunni, þó ég hafi nú ekki rekist á þig. En þetta var glæsileg sýning....hefði einmitt haft hana svona ef ég hefði ráðið ferðinni!!!

Kveðja
Eiki KR

Kolbrun DeLux said...

Já, mér þótti líka einkarlega gaman að vera samankomin með öllum vinum mínum við flugeldasýninguna, þó ég hafi hitt fæsta þeirra ;o)
Ræður þú ekki alltaf ferðinni?? Mafíósar stjórna því sem þeir vilja ;o)

Anonymous said...

Ég sjálfur var á flugeldasýningunni, Mafíósinn fór til Kína að horfa á Strákana okkar spila úrsltaleikinn. Hef ekki rekist á þann feimna lengi.

Kveðja frá vitringunum þrem

Kolbrun DeLux said...

Takk fyrir kveðjuna. Hlaut að vera að Maffi væri í Kína, skil ekkert í honum að hafa ekki boðið mér með...hef lítið ferðast eftir Milanóferðina forðum, sem fór nú dáldið úr böndunum ;o)