22 August 2008

samtíningur

Hafið þið tekið eftir því hvað Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra er sjaldan í fjölmiðlum, svona miðað við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar? Mér finnst það benda til þess að hún sé upptekin við að sinna vinnunni sinni. Held að fleiri ráðherrar mættu fara að ráði hennar.
Annars er það tvíbent, því kostnaður ríkisins eykst í hlutfalli við vinnuframlag þingmanna, og það virðist sem að því meira sem þeir vinna, því oftar klúðra þeir hlutunum. Kannski er bara best að þeir taki sér svona löng sumar-, jóla- og páskafrí eins og þeir gera = færri skandalar og lægri kostnaður.

Mér fannst Dorrit æðisleg þegar hún sagði eftir handboltaleikinn " Ísland er stórrasta land í heimi" eða eitthvað í þá áttina. Hvar gróf hann Óli þessa konu upp? Held það gæti verið gaman í húsmæðraorlofi með Dorrit, en verð líklega að láta mér nægja orlofið með "hinum" stelpunum.

Ég er ekkert mikið fyrir aumingjaklám en á það til að detta á sófann með Dr. Phil. Komst að því í dag að konan hans Larry King finnst mikilvægt að foreldrar eyði 15 mín á dag með börnum sínum t.d. áður en þau fara að sofa.....held hún hafi verið svo upptekin að sinna börnunum sínum í 15 mín á dag að hún hafi alveg gleymt að borða stúlkan. Jibbý segi ég nú bara. Held hún fái ekki fálkaorðuna fyrir barnauppeldi, allavega ekki frá mér.

...og að lokum...

grátandi karlmenn, það er eitthvað við grátandi karlmenn, sá í fyrsta skipti í dag heilan flokk af grátandi karlmönnum og mig langaði til að hugga þá ALLA!!! Áfram Ísland.

12 comments:

Anonymous said...

Dorrit er dúlla. það finnst mér að minnsta kosti.

Anonymous said...

Held það gæti verið gaman að drekka eins og eina hvítvínsflösku með henni Dorrit ;o)

Anonymous said...

Kolla..held að Jóhanna sé að vinna vinnuna sína, en hugsanlega mætti skipta öllum í borgarstjórninni út, bæði meiri- og minni hluta. Þetta kjörtímabil hefur líklega kostað sitt. Talandi um að hafa hag borgarbúa að leiðarljósi. Segi eins og Traustur og Tryggur: Svikahrappar og rakkar!
Nú er gott að búa í Reykárbyggð :-)

Baun...,,móðurborðið" kom upp í mér þegar ég horfði á grátandi handboltahetjur.
Ég stilli vekjaraklukkuna á sunnudagsmorguninn og ætla að knúsa þá alla í huganum.

Kata bestasys

Anonymous said...

Kata: Þú hefur algjörlega rétt fyrir þér. Ef "borgin" væri kirkja eða félagasamtök væru langflestir búnir að "segja sig úr" borginni. Borgin er stútfull af Glönnum Glæpum.
Hélt að "móðurborðið" þitt væri alltaf "up and running" nema svona rétt meðan það "krassar". Þú ert með ofurmóðurborð!!

Anonymous said...

Ef að borgin væri klaustur, þá er spurning hvort maður ætti að ganga í það þá :))) HEHEHEHEHE

Anonymous said...

hehehehe...það eru nú ekki allir sem fá hendur hennar Dorrit um sig fyrir framan blaðamenn. Þegar ég var í boltanum á sínum tíma þá man ég ekki eftir að forsetafrú hafi farið höndum um mig og nuddað mig :) Það er nú munur að vera landsliðsmaður í handbolta og vera bara svona körfuboltakarl :( Stéttaskipting er algjör hér........

Kolbrun DeLux said...

Ég er nú ekkert viss um að ég kæri mig um að Frú Dorrit fari mjúkum höndum um líkama minn, þó ég geri ráð fyrir að hún haldi fjörug matarboð ;o)

Anonymous said...

Baun: Talandi um stéttarskiptingu, þá er getumunurinn á handboltamönnum og körfuboltamönnum á íslandi akkúrat sá....Dorrit sér um hanboltamennina....Ólafur F um körfuboltamennina.

Farðu vel með þig Kolla mín og vaknaðu nú á sunnudag til að sjá strákana okkar vinna gullið.

Kv.
Eiki KR

p.s. Klónið fær restina af keðjunni ;)

Kolbrun DeLux said...

Eiki: Við skulum ekki leggja Baun orð í munn sem hún er blásaklaus af. Eignum honum Benna stéttarskiptingar-umræðuna ;o) En ég mun að sjálfsögðu fara vel með mig, er búin að vefja mig í bómull og ætla að skríða fram með sængina mína í fyrramálið í bítið.
Gleðilega þjóðhátið, eins og Óli segir ;O)

Anonymous said...

Ég myndi nú reynda kjósa að einhver önnur kona en þessi háttvirka forsendafrú færi um mig með höndum sínum. Ef ég mætti velja...þá er spurning hvort það myndi gilda að sá á kvölina sem á völina :))))

Anonymous said...

hér er fjör:)

Kolbrun DeLux said...

Ójá Baun, ég er komin í glaumgallann ;o)