28 August 2008

Svefn hinna menningarsnauðu hefur ekki truflað mig síðustu daga. Handboltalandsliðið hefur heldur ekki truflað mig, nema ég truflaðist smá þegar ég heyrði að við hefðum eytt 70 milljónum í HSÍ og einhvern afrekssjóð barna! Þó að Íþróttamálaráðherra telji að við Íslendingar stöndum í þakkarskuld við handboltamennina, þá er ég henni hjartanlega ósammála. Ég held bara að ég sé í engri skuld við þá, frekar þeir við mig eftir þetta fjáraustur!

Er búin að stússast aðeins með hana ömmu mína, 87 ára sem segist vera hætt að dansa "hoppsa-daisy". Held þó að hún laumist örugglega til að taka örfá spor í eldhúsinu þegar engin sér til. Hún er eins og Mary Poppins í hreyfingum, og ég beið alltaf eftir því að hún myndi fara að svífa upp á regnhlífinni.

Ég bauð bláókunnugri konu í mat í gærkvöldi ásamt þekktum bróður sínum og þetta var ljómandi skemmtilegt kvöld, þar sem allt var látið flakka og mikið hlegið. Hugsa bara að ég endurtaki leikinn við tækifæri, nema hvað að þá verður hún ekki bláókunnug lengur. Ég hef gaman af ánægjulegu fólki.


**hér kemur svo slúður fyrir Pálínu og alla hina**

Óþekkti stalkerinn virðist bara vera til á tölvutæku formi og Vilníus-sleikurinn er kominn aftur í bæjinn. Ég mun gefa ykkur nánari update, ef eitthvað óvænt gerist. Hef það dáldið á tilfinningunni að jörð muni skelfa fljótlega og endalaus ævintýri séu í uppsiglingu, og ef ekki, þá mun ég að sjálfsögðu búa þau til. Það er ekki á vísann að róa með neitt.

2 comments:

Anonymous said...

moooohhhhhhh segir Dillan

Kolbrun DeLux said...

Er ég ekki að standa mig vel Dilla?