29 September 2008






Anyway, skvísuhelgin (former húsmæðraorlof) var stórfengleg. Loðnukeppnin varð hatrömm og lá við blóðug á köflum, en þar sem flokkarnir voru fjórir, var kommúnisku fyrirkomulagi beitt og hver og ein fór heim með sigur í einum flokki. Annars hefði þessi keppni orðið banabiti orlofsins. Bústaðurinn var stórglæsilegur og kunnum við Orkuveitu Reykjavíkur bestu þakkir fyrir húsaskjólið, en skiljum jafnframt ekkert í því af hverju saumavélar, straujárn og hitabyssur eru ekki staðalbúnaður í svona kofum. Brill helgi og ég náði að sauma 2 flíkur, stolnar hugmyndir úr rándýrum design-búðum og Rannveig vinkona veitti mér svo mikinn andlegan stuðning að hún gæti fljótlega farið að kalla sig Dali Lama.

Er skúffuð og langar ofaní skúffu þegar ég hugsa um peninga. Mér finnst bara að Lárus og félagar hefðu átt að seilast ofan í skúffurnar sínar og skila öllum peningunum okkar, í gatið í bankanum. Hvað ætli þeir séu búnir að sækja mörg hundruð milljónir handa sjálfum sér í bankasjóðinn undanfarinn ár.... *dæs* er bara fegin að ég er ekki að tapa neinum peningum, því ég á enga peninga. Áhyggjulaus er auralaus maður, allavega á þessum krepputímum. Heppin ég! Þetta er reyndar einfalda útgáfan af efnahagsástandinu, því við almúgarnir borgum brúsann eins og alltaf þegar allt kemur til alls. Nenni ekki að hugsa meira um peninga, mér finnst það ekkert gaman.

4 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir frábæra skemmtun og ennþá betri mat. Er farin að hugsa um auka skvísudaga með vorinu en kem líklega í svollinn þegar líða fer að jólum.

Skvísa.

Kolbrun DeLux said...

Sömuleiðis Skvísa. Mun að sjálfsögðu skvísa inn auka skvísudötum þegar dagsetning verður ákveðin.

Anonymous said...

Ekkert smá flott sem þú dundaðir þér við á milli þess sem þú keppti í loðkeppnum:):)

Kolbrun DeLux said...

Takk mín kæra, er sjálf nokkuð ánægð með úttkomuna. Ég svona greip í þetta verkefni á milli þess sem hárin voru talin, en það var frekar tímafrekt ;)